is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2644

Titill: 
  • Úttekt á starfsumhverfi knattspyrnumanna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefnið í þessari rannsókn er starfsumhverfi knattspyrnumanna á Íslandi. Markmiðið með rannsókninni var að fá greinargóða mynd af umhverfi leikmanna og kanna um leið upplifun þeirra á starfsumhverfinu. Í framhaldinu koma ábendingar til handa þeim sem koma að skipulagningu knattspyrnumála svo hugsanlega megi bæta starfumhverfið. Samskipti á vinnumarkaði verða jafnframt tekin fyrir þar sem meðal annars verður gerð grein fyrir deilum á vinnumarkaði, uppbyggingu vinnumarkaðarins og ólíkum samningsformum.
    Megindlegum rannsóknaraðferðum var beitt við gagnaöflun. Rafræn spurningakönnun var send á knattspyrnumenn í efstu deild karla og var svörunin 68,5%. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að 97% leikmanna þiggja laun fyrir sína knattspyrnuiðkun. Leikmenn eru sáttir við þá þætti sem snúa að ytri umgjörðinni, til dæmis æfinga- og búningsaðstöðu. Ánægjuna má hugsanlega skýra með þeim framförum sem almennt hafa orðið á íþróttamannvirkjum á undanförnum árum. Aftur á móti fannst leikmönnum framlag sitt oft ekki nægilega vel metið og voru auk þess í mörgum tilvikum ósáttir við stjórn knattspyrnudeildarinnar. Leikmenn voru einnig ekki ánægðir með frammistöðu dómaranna á keppnistímabilinu. En sá þáttur sem leikmenn voru hvað óánægðastir með var vinnutíminn, þ.e.a.s. þeir dagar sem KSÍ velur sem keppnisdaga yfir leiktímabilið. Áberandi mikil óánægja var meðal leikmanna með niðurröðun leikja yfir keppnistímabilið. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar virðast samningsbrot af hendi félaganna vera nokkuð algeng því að tveir af hverjum þremur leikmönnum höfðu upplifað slíkt á sínum ferli.
    Nokkrir þættir verða að koma til svo bæti megi starfsumhverfi knattspyrnumanna. Fyrst og fremst verða leikmenn að mynda virk heildarsamtök sem vinna að því að standa vörð um hagsmuni leikmanna og eru málsvari þeirra út á við.

Samþykkt: 
  • 14.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2644


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf901.61 kBLokaðurHeildartextiPDF