is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26446

Titill: 
  • Notkun leiðbeininga við úrlausn verkefna : áhrif fyrri þekkingar og samantektar með tilliti til nákvæmni leiðbeininga
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fræðimenn skipta leiðbeiningum yfirleitt í staðreyndaleiðbeiningar eða aðferðaleiðbeiningar. Aðferðaleiðbeiningar hjálpa fólki að ljúka við verkefni en á hinn bóginn þá geta staðreyndaleiðbeiningar hjálpað fólki að búa til hugrænt módel sem ætti að hjálpa því að leysa ýmis verkefni og læra á kerfið. Hættan er hins vegar sú að staðreyndaleiðbeiningar valdi of miklu hugrænu álagi þar sem lesandinn þarf að tengja upplýsingabúta í vinnsluminni til að búa til skemu. Þess vegna þarf að vera viðeigandi jafnvægi á milli aðferðaleiðbeininga og staðreyndaleiðbeininga miðað við þekkingarstig markhópsins. Ef leiðbeiningar eru of nákvæmar þá heftir það getu þeirra sem hafa fyrri þekkingu í lausnarleit en ef þær eru of almennar þá heftir það getu þeirra sem ekki hafa næga fyrri þekkingu. Módel eins og hugbrú gefa til kynna að hægt sé að hjálpa fólki að lesa og skilja leiðbeiningar. En spurningin er þá sú hversu mikið það hjálpar að hafa fyrri þekkingu eða að hafa fengið tækifæri til þess að gera samantekt áður en hafist er handa. Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga áhrif fyrri þekkingar og samantektar á notkun leiðbeininga, hugrænt álag og tíma sem tekur að leysa verkefnin með aðstoð leiðbeininganna. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fyrri þekking hefur ekki áhrif á notkun leiðbeininga né hugrænt álag en fyrri þekking hjálpar fólki að ljúka verkefnum fyrr. Samantekt hafði ekki áhrif á hugrænt álag. Þeir sem gerðu samantekt luku verkefninu ekki fyrr sem kemur á óvart því það gefur til kynna að samantekt jafngildi þar af leiðandi ekki fyrri þekkingu. Mögulega því að þeir eru ekki vanir að nýta þekkinguna. Þessar niðurstöður geta gagnast þeim sem vilja útbúa viðeigandi leiðbeiningar fyrir markhóp þannig að tillit sé tekið til fyrri þekkingar hans á sviðinu.

  • Útdráttur er á ensku

    Use of instruction in problem solving: The effect of prior knowledge and summaries with regard to instruction specificity.
    Instructions have been defined as messages that provide information about the system, the domain, the product or the task and can be split up into two categories, procedural instruction and declarative instructions. Procedural instructions are stepwise descriptions of how to carry out a task to complete it while declarative instructions are all other types of instructions. Declarative instructions are commonly principles describing how the system works. Some researchers think principles in instructions can have a positive effect on learning and transfer by increasing the learners understanding of the system. But by adding principles in the instructions there is an increased risk of too much cognitive load that could have negative effects on learning. The purpose of this study was to investigate the effect of prior knowledge and creating summaries on instructional usage, cognitive load and time-on-task. The result were that prior knowledge did not affect instructional usage or cognitive load but it did help the participants finish the task faster. Creating summaries before starting the task did not affect the usage of declarative instructions but it did make them less likely to use procedural instructions. Making summaries did not reduce cognitive load. Interestingly it did not affect time-on-task however like prior-knowledge did which means that creating summaries before doing a task does not equal prior knowledge in the field. A possible explanation may be that they are not used to using this new knowledge. These results can help make instructions that are appropriate for either a target group with no prior knowledge or with some prior knowledge.

Samþykkt: 
  • 8.12.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26446


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notkun leiðbeininga við úrlausn verkefna.pdf.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni_3.6.16.pdf246.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF