is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26448

Titill: 
 • Titill er á ensku Physical activity on prescription (PAP): Study of efficiency and patients’ experience of the method
 • Hreyfiseðill: Mat á árangri og upplifun sjúklinga á meðferðinni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Background: Physical activity on prescription (PAP), with the aim to increase patient’s physical activity and at the same time decrease symptoms or cure disease and decrease drug intake, is a relatively new treatment option in Icelandic health care. Studies have shown physical activity prescriptions to be successful especially by increasing physical activity and making positive changes in health related quality of life. Research is scarce on the Icelandic model of physical activity on prescription but it is essential to investigate the efficiency of the method and the patients’ experience of going through the process.
  Aim: The overall aim of this study was to investigate the efficiency of physical activity on
  prescription in Iceland. Further, the aim was to assess participants’ level of physical activity and mental and physical wellbeing before and after their physical activity prescription and also their perceived support during PAP.
  Methods: A 36 item study-­specific questionnaire was created to assess the total experience of
  going through a physical activity prescription. The internet-­based questionnaire was sent with a link with the secure location of the survey to all patients (N=399) receiving physical activity on prescription from March 2013 -­ May 2014. Descriptive statistics were used to determine the characteristics of the participants. Frequencies and proportions were calculated for all outcomes of interest and further, Chi-­square tests were conducted to assess differences between proportions.
  Results: A total of 169 (42%) answered the questionnaire. The majority of participants (52%) increased their number of weekly physical activity sessions following PAP;; the proportion of participants never or seldom engaging in physical activity decreased from 79% before PAP to 42% after PAP. The proportion of participants experiencing poor mental wellbeing decreased from 47% before PAP to 15% after PAP, while the proportion experiencing poor physical wellbeing remained similar (p=0.67). Participants who were employed and in good financial status, were more likely to increase their physical activity than other subgroups. The majority of participants (78%) perceived sufficient support from their physical activity coordinator during their PAP period.
  Conclusion: Our results indicate that the Icelandic form of PAP has a positive effect on health by increasing weekly physical activity as well as encouraging positive changes in mental wellbeing. The professional support offered during PAP seems to be sufficient. Therefore, we believe our results support further usage of physical activity prescriptions in Icelandic health care.

 • Bakgrunnur: Hreyfiseðill er nýlegt meðferðarform í íslenskri heilbrigðisþjónustu, sem miðar að því að auka hreyfingu sjúklinga og um leið minnka einkenni langvarandi sjúkdóma eða minnka lyfjanotkun. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á árangur þessa meðferðarforms í formi aukinnar hreyfingar ásamt bættum heilsutengdum lífsgæðum. Árangur þessa meðferðarforms hefur lítið verið rannsakaður á Íslandi.
  Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að meta árangur af hreyfiseðilsmeðferð á Íslandi. Ennfremur var markmiðið að meta vikulega hreyfingu þátttakenda fyrir og eftir hreyfiseðilsmeðferðina ásamt því að skoða upplifun þátttakenda á stuðningi á meðan meðferðinni stóð.
  Aðferð: Saminn var 36 spurninga listi með það að markmiði að meta virkni hreyfiseðilsins og alhliða upplifun handhafa hreyfiseðilsins af meðferðinni. Listinn var sendur til allra hreyfiseðilsþega sem fengu meðferð á Íslandi frá mars 2013 til maí 2014 (N=399) með netpósti ásamt krækju á vefslóð þar sem listinn var hýstur. Lýsandi tölfræði var reiknuð til þess að meta bakgrunn og aðra þætti þáttakenda. Tíðni og hlutföll voru reiknuð fyrir þær útkomur sem sem settar voru fram í markmiðum rannsóknarinnar ásamt því að kíkvaðrat próf voru framkvæmd til þess að meta mun á milli hópa út frá bakgrunni.
  Niðurstöður: Svarshlutfall rannsóknarinnar var 42% (169/399). Meirihluti þátttakenda (52%) jók vikulega hreyfingu sína á tímabilinu;; hlutfall þátttakenda sem hreyfðu sig sjaldan eða aldrei minnkaði úr 79% fyrir hreyfiseðilsmeðferðina í 42% eftir meðferðina. Hlutfall þátttakenda sem mátu andlega líðan sína slæma fór úr 47% fyrir meðferðina í 15% eftir hana, en hlutfall þeirra sem mátu líkamlega líðan sína slæma stóð í nokkurn vegin í stað (p= 0.67). Þeir þátttakendur sem voru virkir í atvinnulífinu eða töldu sig í góðri fjárhagsstöðu voru líklegri en aðrir hópar auka við hreyfingu sína. Meirihluti þátttakenda (78%) taldi sig upplifa nægan stuðning frá Hreyfistjóra á meðan hreyfiseðilsmeðferðinni stóð.
  Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að íslenska útgáfa hreyfiseðilsins hafi jákvæð áhrif á sjúklinga með því að auka vikulega hreyfingu, ásamt því að hvetja til jákvæðra breytinga á andlegri líðan. Þá virðist stuðningur frá fagmönnum vera fullnægjandi. Niðurstöðurnar styðja við áframhaldandi notkun hreyfiseðilsins í íslenskri heilbrigðisþjónustu.

Samþykkt: 
 • 14.12.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26448


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristjana Pálsdóttir.pdf809.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Rafraen_yfirlysing_kristjanapals.pdf45.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF