is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26449

Titill: 
  • Vöruinnsetningar og duldar auglýsingar: Sjónarhorn bloggara og snappara
Skilað: 
  • Febrúar 2017
Útdráttur: 
  • Töluvert er um að fyrirtæki leiti til þekktra einstaklinga þegar kemur að vörukynningum, til þess að ná betur til neytenda. Slíkir einstaklingar eru kallaðir talsmenn en eru þá fyrirtæki að vonast til þess að ímynd og persónuleiki talsmannsins smitist yfir á vörumerkið. Vettvangurinn sem fyrirtækin nýta sér helst í dag til vörukynningar eru samfélagsmiðlar eins og blogg og Snapchat. Fyrirtækin greiða þá þekktum bloggurum eða snöppurum fyrir að birta vörumerki í færslum eða myndböndum en sú aðferð kallast vöruinnsetningar og duldar auglýsingar. Vöruinnsetningar og duldar auglýsingar fela í sér kynningu vörumerkja án þess að tekið sé fram að um auglýsingu sé að ræða. Aftur á móti er ekki vel séð ef upp kemst að bloggari/snappari hafi framkvæmt álíka vörukynningu eingöngu fyrir þóknun þar sem fylgjendur bera ákveðið traust til þeirra ásamt því að vöruinnsetningar sem ekki eru tilkynntar og duldar auglýsingar eru ólöglegar hér á landi. Þessi aðferð vörukynninga getur þess vegna haft afleiðingar eins og sektir og missir bloggarinn/snapparinn trúverðugleika og traust fylgjendenda sinna.
    Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvert viðhorf þekktra bloggara og snappara væri þegar kæmi að vöruinnsetninum og duldum auglýsingum í færslum og myndböndum. Við framkvæmd var eigindleg rannsóknaraðferð notuð þar sem gögnum var safnað með 5 hálfopnum viðtölum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að töluvert er um að bloggarar/snapparar séu að fá einhverja þóknun frá fyrirtækjum til þess að kynna vörumerki í færslum/myndböndum. Aftur á móti eru bloggarar/snapparar orðnir meðvitaðri um þær afleiðingar sem vöruinnsetningar og duldar auglýsingar geta haft og er þess vegna viðhorf þeirra farið að breytast og þeir farnir að vilja kynna vörumerkin með löglegum hætti og auka þannig trúverðugleika sinn. Niðurstöðurnar sýndu þó einnig að bloggarar/snapparar telja sig ekki bera fulla ábyrgð á því hvað fylgjendur gera eftir að hafa skoðað færslu/myndbönd þeirra.

Samþykkt: 
  • 14.12.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26449


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eva María Sch. Jóhannsdóttir pdf.pdf746.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf28.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF