en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26457

Title: 
 • is Tillitsskylda í gagnkvæmu samningssambandi. Um dóm Hæstaréttar 31. mars 2015 í máli nr. 453/2014
Keywords: 
Submitted: 
 • December 2016
Abstract: 
 • is

  Í gagnkvæmu samningssambandi eru aðal- og aukaskyldur lagðar á samningsaðila. Aðalskylda er aðalefni samnings, meginforsenda og þungamiðja hans. Til viðbótar aðalskyldu hefur verið talið að aukaskyldur hvíli einnig á samningsaðilum og geti í vissum tilvikum verið álíka mikilvægar. Í dómi Hæstaréttar 31. mars 2015 í máli nr. 453/2014 reyndi sérstaklega á aukaskyldu í formi tillitsskyldunnar þar sem talið var að vanræksla kröfuhafa á að sinna tillitsskyldu gagnvart gagnaðila leiddi til þess að vikið var frá skýru ákvæði skuldabréfs þeirra á milli um gjaldfellingu eftirstöðva skuldabréfs í kjölfar vanskila á einni afborgun.
  Skuldari gaf út skuldabréf til kröfuhafa með jöfnum afborgunum. Ein afborgun féll svo í vanskil 1. október 2008 og skv. ákvæðum skuldabréfsins var kröfuhafa því heimilt að gjaldfella eftirstöðvar skuldabréfsins.
  Skuldari gerði þó upp vanskil á þessari einu afborgun í mars 2009 og tók þá kröfuhafi við þeirri greiðslu en láðist að tilkynna skuldara að allt að einu væri litið svo á að eftirstöðvar bréfsins væru allar í gjalddaga fallnar. Þarna metur Hæstiréttur sem svo að sú vanræksla kröfuhafa að taka við greiðslunni án þess að gera skuldara ljóst að allt bréfið sé fallið í gjalddaga hafi engan veginn samrþymst þeirri tillitsskyldu sem hann bar í gagnkvæmu samningssambandi. Var niðurstaðan því sú að miðað var við tölvubréf brá kröfuhafa sem kom í kjölfar frekari greiðsludráttar skuldara og sagði að skuldabréfið hefði verið gjaldfellt þann 30. mars 2010. Vanræksla kröfuhafa á að sinna tillitsskyldunni í þessu tilfelli leiddi til missis réttar til að bera fyrir sig vanefndarúrræði skv. skýru ákvæði skuldabréfsins og var gjaldfellingardagsetningin þannig færð fram um 1 og hálft ár.
  Tillitsskyldan felur í sér að samningsaðili verði, innan ákveðinna marka, að taka tillit til hagsmuna viðsemjanda síns. Af fyrrnefndum dómi sést að vanræksla á að sinna tillitsskyldu getur leitt til missis réttar til að beita vanefndarúrræðum og einnig til þess að samningur verður e.t.v. ekki túlkaður fortakslaust samkvæmt orðanna hljóðan.

Accepted: 
 • Dec 15, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26457


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BARitgerð.pdf365.06 kBLocked Until...2018/12/15HeildartextiPDF
Yfirlýsing.jpg736.33 kBLockedYfirlýsingJPEG