en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26458

Title: 
 • is Hefndarklám á Íslandi: Athugun á heimfærslu dómstóla til almennra hegningarlaga nr. 19/1940
Keywords: 
Submitted: 
 • December 2016
Abstract: 
 • is

  Hefndarklám er verknaður þar sem einstaklingur birtir eða dreifir viðkvæmu, persónulegu og kynferðislegu myndefni án leyfis þess sem birtist þar en það er til þess fallið „að valda viðkomandi tjóni eða vanlíðan eða er lítilsvirðandi fyrir hann.“ Hugtakið vísar til þess að verknaðurinn er stundum framinn í hefndarhug eftir ástarsamband. Afleiðingarnar eru þær að viðkvæmt persónulegt myndefni er orðið opinbert, þegar ætlunin var að það yrði einungis ætlað undir fjögur augu. Umræðan um hefndarklám hefur aukist á síðustu árum og í fréttamiðlum má lesa um þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum á íslenskum vefsíðum.
  Málvísindamaðurinn og heimspekingurinn Noam Chomsky sagði eitt sinn að internetið gæti orðið mjög jákvætt skref í átt til upplýsts samfélags sem myndi grundvallast á þátttöku borgaranna, en falleg hugsjón veraldarvefsins hefur jafnframt getið af sér um 3000 vefsíður sem bjóða upp á hefndarklám. Áætlað hefur verið að 2.3 milljarður manna noti samfélagsmiðla árið 2016 og með hinni öru tækniþróun á síðustu áratugum er orðið auðveldara að dreifa kynferðislegu myndefni milli manna.
  Þessi ritgerð snýr að hefndarklámi og heimfærslu þess brots innan almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hér eftir hgl.) Markmiðið er að athuga núverandi löggjöf á Íslandi og hvort þörf sé á nýju ákvæði í hgl. til að sporna við þeim vandamálum sem samfélagið stendur frammi fyrir. Fjallað verður um hefndarklám og það skilgreint ásamt því að rýnt verður í hugtakanotkun þess í íslensku réttarkerfi og mismunandi leiðir sem hægt er að fara í þeim málum. Farið verður ítarlega í íslenska löggjöf og skoðað hvernig heimfærsla refsiákvæða hgl. er og vísað verður til dómaframkvæmdar, þá helst gagnvart 209. gr. og 233. gr. hgl. Í sama kafla verður litið á frumvarp þess efnis að leggja bann við hefndarklámi með tveimur nýjum ákvæðum í hgl. Hin svokallaða „fyrirmyndarlöggjöf hefndarkláms“ verður athuguð en hún vísar til þess hvernig löggjöf gegn hefndarklámi eigi að vera (lex ferenda). Einnig verður erlend löggjöf athuguð með sérstakri áherslu á Svíþjóð og Noreg, enda réttarkerfi Norðurlanda hvað líkust okkar réttarkerfi. Þá verður einnig stiklað á stóru í öðrum löndum. Að lokum verða niðurstöður athugunarinnar dregnar saman í niðurlagi, þar sem reynt verður að svara þeirri spurningu hvort að þörf sé á að breyta almennum hegningarlögum.

Accepted: 
 • Dec 15, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26458


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hefndarklám_Stefán Snær_Lokaskjal.pdf509.21 kBLocked Until...2017/12/14HeildartextiPDF
SSS_Yfirlýsing.JPG1.76 MBLockedYfirlýsingJPEG