Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2645
Í þessari ritgerð verður fjallað um kumlarán og ýmislegt sem þeim tengist. Meðal spurninga sem verður spurt er hvenær þau voru framin, af hverjum og hverju var rænt.
Þær megin spurningar sem ég vildi svara voru:
1. Eru mismunandi gerðir af röskunum?
2. Hvar eru rofnu grafirnar staðsettar?
3. Hvað er eftir í gröfunum sem hafa verið rofnar?
Með þessum spurningum er ég að vonast til þess að fá mætti betri innsýn inn í ránin og jafnframt að kanna hvort þau væru hvert öðru lík eða ekki.
Ritgerðin byggist að miklu leyti á bókinni Kuml og Haugfé úr heiðnum sið á Íslandi eftir Kristján Eldjárn og nýlegum rannsóknum sem hafa farið fram síðan bókin var endurútgefin árið 2000 og gefa mun skýrari mynd af grafarránum en áður var til. Kuml virðast hafa verið rofin út frá mismunandi ástæðum og fræðimenn hafa komið með mismunandi ástæður fyrir kumlarofum og hér áður fyrr þótti ekki nauðsynlegt að fjalla ýtarlega um þau. Kumlarán koma fyrir í sögum, bæði Íslendingasögum og þjóðsögum, svo ekki er hægt að neyta því að menn hafi vitað til þess að kuml hafi verið rænd á þeim tíma.
Um helmingur grafanna virðast hafa verið skildar eftir í óreiðu og einnig er nokkuð um tómar grafir. Það að bein séu skilin eftir út um allt bendir frekar til þess að leitað hafi verið eftir haugfé en tómar grafir geta bent til þess að beinin hafi verið tekin og flutt í kirkjugarð eða í annað kuml. Niðurstöðurnar úr þeim kumlarannsóknum sem fram hafa farið síðastliðin ár benda til þess að kumlin hafi verið rænd fyrir 1477.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
UnnurMagnusdottir_BAritgerd1_fixed.pdf | 885,58 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |