is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2646

Titill: 
  • Börn, skilnaðir og Þjóðkirkjan
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um börn sem hafa gengið í gegnum skilnað foreldra sinna.
    Ritgerðin byggir fyrst og fremst á rannsóknum sem fram hafa farið hérlendis
    sem og erlendis um málefni skilnaðarbarna og leiðir sem taldar eru til úrbóta
    þeim til handa. Vitnað er í samtöl við ýmsa fagaðila í skilnaðaráðgjöf og
    fræðslu til foreldra. Skyggnst er inn í verkefnið Áfram ábyrg, áhrif skilnaða á
    börn og leiðir til úrbóta, sem Félagsþjónustan í Reykjanesbæ ásamt
    Keflavíkurkirkju eru með í undirbúningi. Sérstaklega er leitað í skrif Benedikts
    Jóhannssonar sálfræðings hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, en hann hefur
    gefið út töluvert af greinum og bókum er fjalla um málefni skilnaðarbarna og
    fjölskyldur þeirra. Hlutverk Þjóðkirkjunnar og skyldur hennar gagnvart
    skilnaðarfjölskyldum eru einnig reifuð. Niðurstöður þeirrar umræðu eru að
    Þjóðkirkjan ásamt félagsþjónustu ætti að hafa í huga nána samvinnu sem miðar
    að markvissri vinnu sem hefur það að leiðarljósi að hlú betur að börnum í
    skilnaðaraðstæðum og gæta að réttindum þeirra sér í lagi í ljósi þeirra
    erfiðleika sem blasa við íslensku þjóðfélagi. Ýmislegt bendir til þess að
    hagsmunir skilnaðarbarna séu oft ekki hafðir að leiðarljósi við nýja sambúð
    foreldra. Einnig benda rannsóknir til þess að oft á tíðum fái börnin ekki nægan
    tíma með því foreldri sem flyst burt, það dragi því verulega úr umgengni og
    samskiptum við umgengnisforeldri með tímanum. Hlutverk Þjóðkirkju Íslands,
    í samvinnu við félagsþjónustu, gæti því verið að auka framboð á fræðslu frá
    fagfólki, skilnaðarfjölskyldum að kostnaðarlausu og Þjóðkirkjan ætti að taka
    virkan þátt í slíkri fræðslu. Í lok ritgerðar eru settar fram tillögur til úrbóta.

Samþykkt: 
  • 14.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2646


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
halli_fixed.pdf348.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna