is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26461

Titill: 
  • Skipun dómara með hliðsjón af sjálfstæði dómstóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hafa álitaefni sprottið upp um skipun dómara og þá hvort skipun dómara hafi áhrif á sjálfstæði dómstóla. Sjálfstæði dómstóla er tryggt í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrá lýðveldisins nr. 33/1944 (hér eftir skammstöfuð stjskr.), þar sem kveðið er á um að öllum beri réttur til úrlausna um réttindi sín og skyldur fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstól. Ákvæðið á að tryggja sjálfstæði dómstóla gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins. Skv. 1. mgr. 4. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 skipar forseti Íslands hæstaréttardómara samkvæmt tillögu dómsmálaráðherra. Í 2. gr. stjskr. er kveðið á um þrískiptingu ríkisvaldsins þar sem dómendur fara með þriðja þátt ríkisvaldsins, dómsvaldið. Ákvæði 1. mgr. 79.gr. stjskr. fjallar um að allir skulu eiga rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól. Þetta ákvæði á sér fyrirmynd í 1. mgr. 6. gr. samnings Evrópuráðsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis . MSE var lögtekinn hér á landi árið 1994.
    Til að ríki geti talist réttarríki eru skilyrði um að dómstólar séu óvilhallir og óhlutdrægir. Þess ber að geta að margir íslenskir fræðimenn telja það vera eina af meginreglum réttarríkisins að dómstólar verði að vera sjálfstæðir. Ljóst er að hugmyndin um sjálfstæði dómstóla er sett fram til að tryggja mannréttindi borgara. Miklu máli skiptir, til þess að viðhalda trausti almennings á dómstólakerfinu að vandað sé til verka þegar dómarar eru skipaðir. Því er mikilvægt að skoða hvort það halli á sjálfstæði dómstóla þegar dómari er skipaður og sérstaklega með hliðsjón af því hvort sú skipun rýri mannréttindi almennings.
    Í ritgerðinni verður farið yfir hvers vegna nauðsynlegt er að við skipun nýs dómara verði ekki skerðing á sjálfstæði dómstóla. Fjallað verður almennt um kenningu um þrískiptingu ríkisvaldsins sem á uppruna í hugmyndir frá Forn-Grikkjum og seinna Aristóteles, kenningin verður tekin fyrir eins og hún var sett fram árið 1748 af Montesquieus. Þá verður rætt um hvernig staðið hefur verið að skipun dómara hér á landi frá árinu 1998 fram til dagsins í dag. Þar á eftir verður skoðað hvernig staðið er að skipun dómara á Íslandi í dag með hliðsjón af breytingarlögum nr. 45/2010 um breytingu á lögum um dómstóla. Farið verður yfir gagnrýni sem hefur vaknað í samfélaginu vegna skipunar dómara bæði fyrir og eftir breytingarlögin. Skipun dómara í nágrannalöndum verður borin saman við hið íslenska fyrirkomulag. Að lokum verður rýnt í þetta fyrirkomulag með hliðsjón af matsnefnd við skipun dómara sem sér um að veita umsögn um umsækjendur í starf dómara. Skoðað verður hvort skipun dómara eins og henni er háttað í dag halli á sjálfstæði dómstóla sem leiði af sér skerðingu á réttindum almennings.

Samþykkt: 
  • 15.12.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26461


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð í lögfræði Rakel Másdóttir 240194-2019.pdf646.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - skemman.pdf240.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF