en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26462

Title: 
  • is Skilyrði lögjöfnunar
Submitted: 
  • December 2016
Abstract: 
  • is

    Ritgerð þessi fjallar um lögjöfnun og skilyrði til lögjöfnunar. Vikið er að stöðu lögjöfnunar innan réttarheimildafræða. Þá verður gerð grein fyrir grundvelli lögjöfnunar en enga almenna lagaheimild er finna í lögum fyrir beitingu lögjöfnunar. Lögjöfnun felst í því að beita settu lagaákvæði með sérstökum hætti, um ólögmælt tilvik, sem samsvarar efnislega til þeirra tilvika sem rúmast innan settrar lagareglu. Lögjöfnun hefur ekki verið talin heimil nema að uppfylltum þrem skilyrðum. Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir þessum skilyrðum. Í fyrsta lagi þarf tilvikið að vera ólögmælt í rúmri merkingu. Í öðru lagi þarf tilvikið að vera eðlislíkt eða samkynja þeim tilvikum og því lagaákvæðis sem lögjöfnunin er dregin af. Í þriðja lagi verður sú réttarregla sem sköpuð er með lögjöfnun að fela í sér haganlega réttarreglu, sem þykir hallkvæm eða nytsöm og að ekki standi mikilvæg lagarök eða meginreglur gegn henni. Að lokinni þeirri umfjöllun er fjallað um þær aðstæður þar sem lögjöfnun verður ekki talin beitt þar sem lagaákvæði sem til greina kemur að lögjafna frá styðst við sérstæðar forsendur eða þarfir.

Accepted: 
  • Dec 15, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26462


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skilyrði lögjöfnunar.pdf445.68 kBLocked Until...2020/12/31HeildartextiPDF
Yfirlýsing-skemma.pdf154.19 kBLockedYfirlýsingPDF