Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26467
Ég fékk grunnhugmyndina af námsspilinu þegar ég var í áfanganum Kennslufræði hönnunar og smíði en þar átti ég að búa til spilaborð í tengslum við raftening sem var aðal verkefnið. Þar sem aðalkjörsviðið mitt í kennaranáminu er Matur, menning, heilsa kom það af sjálfu sér að tengja spilaborðið við heimilisfræði og þannig þróaðist sú hugmynd í það sem þessi greinagerð snýst um. Það er von mín að þetta námsspil eigi eftir að ná inn í grunnskólana sem góð viðbót við þá kennslu sem fram fer í skólum landsins í heimilisfræði. Námsspilið Spurt og svarað í heimilisfræði er tilraun til að bregðast við skýrslu Gerðar G. Óskarsdóttur og fleiri, Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar, þar sem fram kemur að list- og verkgreinakennurum finnast nemendur hafa óþol gagnvart bóklegri kennslu (Gerður G. Óskarsdóttir,2014).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Leikspjoldin_leikbord.pdf | 3,68 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Spurt og svarað í heimilisfræði.pdf | 1,5 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_07.09.16.pdf | 228,77 kB | Lokaður | Yfirlýsing |