is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2647

Titill: 
 • Vannýting lyfja. Greining á lyfjum skilað til eyðingar og gögnum úr gagnagrunni Landlæknisembættisins
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Algengt er að gleyma eða sleppa inntöku lyfja, uppfylla ekki æskilega meðferðarlengd eða fá ávísað eða afgreiddan stærri skammt lyfja en þörf er á. Þar með nýtast lyfin ekki sem skyldi og af því hlýst bæði kostnaður fyrir sjúkling og samfélag ásamt mögulegum meðferðarvandamálum.
  Markmið: Að áætla umfang og kostnað vannýttra lyfja á Íslandi út frá greiningu á gögnum um skil lyfja til apóteka og á Landspítala Háskólasjúkrahús. Auk þess að kanna möguleika þess að nýta lyfjagagnagrunn Landlæknisembættisins við mat á nýtingu lyfja út frá tíðni þess að sækja SSRI og SNRI lyf aðeins einu sinni.
  Aðferðir: Tvenns konar gögn voru greind: 1) lyf sem skilað var til eyðingar í apótek á Íslandi og LSH Fossvogi og Hringbraut í átaki Rannsóknastofnunar um lyfjamál á tímabilinu 26. maí til 27. júní 2008; 2) afgreiðslur SSRI og SNRI lyfja þeirra sem sóttu slík lyf í fyrsta skipti árið 2005 (sóttu ekki tvö árin á undan) samkvæmt lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins. Eftirfylgni var til 1. janúar 2009.
  Niðurstöður: Heildarkostnaður skila til apóteka var 26.726.979 kr. og 2.095.883 kr. á LSH. Staðalfrávik kostnaðar í skilum var mjög hátt og mjög fá skil útskýrðu stóran hluta kostnaðar. Gróft mat á heildarkostnaði vannýtingar utan sjúkrastofnana er 315 milljónir kr. á ársgrundvelli eða sem nemur um 1,4% af heildarkostnaði lyfsölu. Áætlað er að skil til apóteka geti numið um 3% af seldum DDD á ársgrundvelli. Í flokki SSRI lyfja sóttu 15,3% sjúklinga aðeins einu sinni og 17,3% þeirra sem sóttu SNRI lyf.
  Ályktanir: Hátt hlutfall kostnaðar vegna fárra skila gefur tilefni til að ætla að draga mætti verulega úr kostnaði vegna vannýtingar með því að sinna þeim fáu sjúklingum sem taka hvað mest af lyfjum og huga vel að notkun dýrustu lyfjanna. Niðurstöður benda til þess að 30 daga afgreiðsluhámark sé skynsamlegt fyrir SSRI og SNRI lyf og tilefni sé til að huga betur að ávísunum lyfjanna.

Samþykkt: 
 • 15.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2647


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vannyting_lyfja_fixed.pdf5.44 MBLokaðurHeildartextiPDF