is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26471

Titill: 
 • Náms- og afkastageta grunnskólanemenda : samanburður einkunna í samræmdum prófum í fimm skólum og líkamlegrar afkastagetu nemenda eftir fæðingarmánuði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Börn á Íslandi hefja grunnskólagöngu sína á sjötta almanaksári. Það er þó aðeins hluti þeirra sem hefur náð sex ára aldri þegar þau hefja grunnskólagöngu. Það getur verið allt að eins árs munur á milli þess sem er yngstur og þess sem er elstur í sínum bekk. Þessi munur skiptir miklu máli þegar skoðuð er geta barna og unglinga í bóklegu og verklegu námi.
  Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða tölulegar niðustöður úr samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði, langstökki án atrennu og fjölþrepaprófi í 4., 7. og 10. bekk eftir fæðingarmánuðum í Akurskóla, Háaleitisskóla, Heiðarskóla, Njarðvíkurskóla og Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ.
  Nemendur í 4. bekk sem fæðast á fyrsta ársþriðjungi ná að meðaltali betri árangri í samræmdum prófum en þeir nemendur sem fæðast á öðrum og þriðja ársþriðjungi en munurinn er ekki tölfræðilega marktækur hvorki í íslensku (p=0,6579) né í stærðfræði (p=0,2241). Ekki er tölfræðilega martækur munur á milli ársþriðjunga þegar skoðað er fjölþrepapróf (p=0,7190) í 4. bekk. Nemendur í 7. bekk sem fæðast á fyrsta ársþriðjungi standa sig að meðaltali betur í samræmdum prófum en þeir sem fæðast á þriðja ársþriðjungi en munurinn er ekki tölfræðilega marktækur hvorki í íslensku (p=0,1677) né í stærðfræði (p=0,1153). Það er svo enginn munur á milli ársþriðjunga í 7. bekk þegar skoðaðar eru afkastamælingar úr langstökki án atrennu (p=0,8409) og fjölþrepaprófi (p=0,9592). Nemendur sem fæðast á fyrsta ársþriðjungi í 10. bekk ná að meðaltali betri árangri í samræmdum prófum en þeir nemendur sem fæðast á öðrum og þriðja ársþriðjungi en munurinn er ekki tölfræðilega marktækur, hvorki í íslensku (p=0,0651) né í stærðfræði (p=0,1537). Ekki er heldur tölfræðilega marktækur munur á milli ársþriðjunga þegar skoðuð eru langstökk án atrennu (p=0,6087) og fjölþrepapróf (p=0,3768) í 10. bekk.
  Niðurstöðurnar gefa til kynna að fæðingardagsáhrifin séu ekki til staðar í fjölþrepaprófi og langstökki án atrennu í 4., 7. og 10. bekk.

Samþykkt: 
 • 19.12.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26471


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jón Ásgeir Þorvaldsson.pdf3.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf202.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF