is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26475

Titill: 
 • Kyngingartregða heilablóðfallssjúklinga. Hvernig er henni sinnt á sjúkrahúsum landsins?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Kyngingarerfiðleikar af ýmsu tagi eru algeng afleiðing heilablóðfalls. Rúmlega helmingur þeirra sem fá heilablóðfall finna fyrir einhverjum kyngingarerfiðleikum í kjölfarið. Kyngingarerfiðleikar geta valdið vannæringu, ofþornun, ásvelgingu, lungnabólgu, skertri endurhæfingargetu, skertum lífsgæðum og félagslegri einangrun.
  Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvernig kyngingarerfiðleikar heilablóðfallssjúklinga eru greindir og hvernig þeim er sinnt í kjölfar greiningar á sjúkrahúsum landsins.
  Útbúinn var sérstakur spurningalisti með 22 spurningum í þremur efnishlutum þar sem spurt var um sjúkradeildina, skimunaraðferðir og –tæki sem notuð eru til að meta kyngingu og þau meðferðarúrræði sem boðið er upp á við kyngingartregðu. Spurningalistinn var lagður fyrir deildarstjóra allra deilda sem reglulega sinna heilablóðfallssjúklingum á öllum sjúkrahúsum landsins. Svör fengust frá 17 deildum af 20, sem erindi áttu í rannsóknina. Þær þrjár deildir sem ekki svöruðu eru bráðamóttökudeildir þar sem sjúklingar dvelja aðeins stuttan tíma áður en þeir eru lagðir inn á aðrar deildir.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að aðeins er skimað fyrir kyngingartregðu heilablóðfallssjúklinga á fimm deildum af 17, eða 29,4% deildanna. Aðeins á einni deild fór skimunin fram innan 48 klst. frá heilablóðfallinu. Á hinum deildunum fjórum er aðeins skimað ef sjúklingur sýnir einhver einkenni kyningarerfiðleika. Á þeim deildum sem skimað er virðist skimunin vera ítarleg og taka til margra þátta kyngingar. Algengustu meðferðarúrræðin sem boðið er upp á eru breytt áferð matar og drykkja og næring gefin í gegnum sondu eða beint í æð. Víða er þó boðið upp á fjölbreyttari meðferðarúrræði eins og kyngingarþjálfun. Þær fimm deildir sem skima fyrir kyngingartregðu bjóða upp á fimm til tíu meðferðarúrræði við kyngingartregðu.
  Niðurstöðurnar benda til þess að skimunarferlið og meðferðin sem boðið er upp á á sjúkrahúsum landsins sé afar misjöfn eftir sjúkrahúsum. Þar sem skimað er virðist það vel gert og boðið upp á fleiri meðferðarúrræði í kjölfarið. Nokkur sjúkrahús á Suður- og Vesturlandi tóku fram í sínum svörum að langflestir eða allir heilablóðfallssjúklingar eru sendir á LSH ýmist í upphafi veikindanna eða í frekari rannsóknir og endurmat. Því má hugsanlega ætla að langflestir heilablóðfallssjúklingar fái alla nauðsynlega meðferð við sínum veikindum. Niðurstöðurnar benda þó til þess að töluvert svigrúm sé til að bæta þjónustuna við þennan hóp sjúklinga, þannig að fleiri geti sótt þá heilbrigðisþjónustu sem þörf er á í sinni heimabyggð.

 • Útdráttur er á ensku

  Dysphagia is a common consequence of stroke. About half of those who suffers a stroke get dysphagia. Dysphagia can lead to malnutrition, dehydration, aspiration, pneumonia, isolation from social events, slower rehabilitation process and in general reduce the patient‘s quality of life.
  The aim of this study was to find out how the screening process for dysphagia in stroke patients is and what treatment options are available in hospitals here in Iceland.
  A questionnaire including 22 questions was made specifically for this study. It is divided into three chapters, the hospital background information, the dysphagia screening and diagnostic process and the treatment options available to stroke patients at each hospital. The questionnaire was sent out to managers of every hospital department where stroke patients are treated. Responses were recovered from 17 out of 20 departments. The other three departments are emergency units where stroke patients are only treated until they are stable and then hospitalized in other hospital departments.
  Results showed that only five departments had a routine screening process. Asked when in the course of the disease the screening took place, only one department screens within 48 hours of the hospitalization. Further four departments state that they screen for dysphagia when a patient shows any symptoms of dysphagia. The screening tools used seemed to be fairly detailed. The most common treatment options available were altering the consistency of the food or beverages, using feeding tubes or getting parenteral feeding. Some departments also offer more variable treatments like swallowing maneuvers.
  The screening process seems to be satisfactory in some hospital departments in Iceland where stroke patients are treated and the treatment options they offer seem reasonable. But some hospitals offer neither. That does not mean that the patients do not get the health care they need, it rather shows that some patients have to be transported to other hospitals in different regions of the country for treatment. Some hospitals even stated in the beginning of the research questionnaire that they send all their stroke patients to the National University Hospital in the capital of Iceland. That goes to show that there is room for improvement in the treatment of dysphagia in stroke patients in their home towns.

Samþykkt: 
 • 22.12.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26475


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kyngingartregða heilablóðfallssjúklinga.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Sara Bjargardóttir yfirlysing.pdf325.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF