is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26479

Titill: 
 • Áhrifaþættir í mótun og framkvæmd opinberrar stefnu í móðurmálskennslu. Yfirlit og raundæmi.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Móðurmálið er okkur öllum dýrmætt og er það stolt okkar þjóðar og tenging við forfeður og uppruna. Traust kunnátta í móðurmáli er meginundirstaða staðgóðrar menntunar og er lestur talinn ein af nauðsynlegum forsendum fyrir þátttöku í samfélaginu. Mikilvægi móðurmálskennslu er skýr í stefnu hins opinbera og er efnahagslegur ávinningur ótvíræður af háu menntastigi. Þrátt fyrir þessa staðreynd virðist Ísland standa höllum fæti er niðurstöður alþjóðlegra rannsókna, á borð við PISA, eru skoðaðar og getur til að mynda þriðji hver drengur, hér á landi, ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla.
  Markmið rannsóknarinnar er að greina ferli opinberar stefnu í málaflokki móðurmálskennslu og hvernig henni er fylgt eftir. Einnig eru greind hugsanleg áhrif innleiðingar slíkrar stefnu hefði og hvernig mætti styrkja mótun og framkvæmd hennar. Vill höfundur vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi móðurmálsins og þau áhrifa sem skilvirk stefnumótun getur haft á móðurmálskennsluna og færni nemenda í móðurmálinu.
  Til að framfylgja markmiðum rannsóknarinnar er leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: (1) Hvaða þættir eru það sem hafa áhrif á opinbera stefnu í málaflokki móðurmálskennslu og innleiðingu hennar í grunnskóla landsins? (2) Hvernig mætti styrkja mótun og framkvæmd menntastefnu? Notast er við aðferðir rannsakandi og lýsandi raundæmisrannsóknar, með afmörkuðu raundæmi þar sem stuðst er við fyrirliggjandi gögn.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna, meðal annars, að áhrifaþættir innleiðingar stefnu í móðurmálskennslu eru fjölmargir og er þeim skipt upp í níu hluta í þessari umfjöllun. Stefnan er til staðar og hún virðist vera vel unnin, aftur á móti hafa rannsóknir sýnt fram á að henni er ekki fylgt næginlega vel eftir. Höfundur fjallar sérstaklega um það hvernig beita megi bæði opnu samráði, hvað varðar innleiðingu nýrra menntastefna og nýta hugmyndafræði stefnu í reynd, og viðhafa stefnumiðað árangursmat og sýnilega stjórnun, svo innleiðing menntastefnu skili auknum árangri.

Samþykkt: 
 • 22.12.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26479


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd.skil.pdf1.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf112.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF