en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26480

Title: 
 • Title is in Icelandic Arðgreiðslur og aðrar greiðslur til hluthafa skráðra hlutafélaga árin 2010 til 2016
Submitted: 
 • January 2017
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Arðgreiðslur fyrirtækja á íslenska hlutabréfamarkaðnum hafa fengið aukna umfjöllun og hefur sú umræða orðið þess valdandi að félög hafa dregið úr áformuðum arðgreiðslum. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvaða þættir hafa áhrif á arðgreiðslur og hvort munur sé á arðgreiðslum skráðra félaga á íslenska markaðnum og þeim sænska. Farið er yfir hvernig íslenskir hlutabréfaútgefendur á skipulögðum markaði hafa komið fjármunum til eigenda sinna á árunum 2010 til ársins 2016. Safnað var saman tölulegum upplýsingum um félögin og sett upp samanburðargreining. Fjölbreytu aðhvarfsgreining var framkvæmd til að leita skýringa á því hvaða þættir hafa áhrif á ákvarðanir um greiðslu arðs og hvort arðgreiðslur hafi áhrif á markaðsverð hlutabréfa.
  Niðurstöðurnar sýna bæði vöxt á greiðslu arðs og kaupum á eigin hlutabréfum íslenskra hlutabréfaútgefenda á meðan við sjáum meiri stöðugleika hjá þeim sænsku. Einnig hafa fyrirtæki á íslenska hlutabréfamarkaðnum lækkað hlutafé á undanförnum árum, en sú leið hafði ekki verið notuð, að minnsta kosti um nokkurn tíma, hér á landi hjá skráðu hlutafélagi.
  Samkvæmt fjölbreytu aðhvarfsgreiningu þá er jákvætt samband á milli eigna fyrirtækja, arðsemi eigna og markaðsvirðis sem hlutfall af eignum annars vegar og arðgreiðslna hins vegar. Á meðan neikvætt samband er á milli vaxtar eigna og arðgreiðslna. Til að skýra arðgreiðslur fyrirtækja betur þá voru atvinnugreinaflokkanir fyrirtækjanna settar inn í aðhvarfsgreininguna, sem leiddi í ljós að tilteknar atvinnugreinar greiða frekar arð en aðrar. Ekki var hægt að greina tengsl milli arðgreiðslna og markaðsverðs samkvæmt fjölbreytu aðhvarfsgreiningu. Niðurstöðurnar koma ekki að óvart og eru í takt við kenningar um arðgreiðslur að einni breytu undanskilinni, þannig eru formerki við stuðul markaðsverðs sem hlutfall af eignum á skjön við fyrri rannsóknir.

Accepted: 
 • Dec 22, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26480


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
irisbjornsdottir_skemman.pdf179.67 kBLockedYfirlýsingPDF
Íris Ösp Björnsdóttir.pdf1.93 MBOpenHeildartextiPDFView/Open