Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26484
Á síðustu fimmtán til tuttugu árum hefur mikilvægi fjármálalæsis meðal almennings verið viðurkennt og hafa alþjóðlegar stofnanir líkt og OECD og Evrópusambandið bent á mikilvægi þess. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á fjármálalæsi á Íslandi annars vegar og íslensku lífeyrissjóðunum hins vegar en fáar rannsóknir hafa verið gerðar á viðhorfi og skilningi sjóðfélaga á umhverfi lífeyrissjóða. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvort sjóðfélagar þekki megindrætti í umhverfi lífeyrissjóða og hvaðan þeir afli sér upplýsinga um lífeyrismál en leitast verður við að svara þeirri spurningu hver skilningur sjóðfélaga sé á helstu hugtökum tengdum lífeyrissjóðunum og hvar sjóðfélagar afla sér upplýsinga um eigin lífeyrismál og sinn lífeyrissjóð.
Fjallað verður um íslenska lífeyriskerfið, rakin er þróun þess og uppbygging, þær þrjár stoðir sem mynda lífeyriskerfið, samtryggingu, tryggingafræðilega stöðu, ávöxtun sjóðanna og fleira. Höfundur sat í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna frá miðju ári 2009 til byrjun árs 2016 og í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða 2013 - 2016 og þekkir umhverfi og innra starf sjóðanna ágætlega. Auk umfjöllunar um lífeyriskerfið verður fjallað um kenningar atferlishagfræðinnar, farið yfir skilgreiningar á fjármálalæsi og fjallað um rannsóknir á fjármálalæsi.
Til að svara rannsóknarspurningum var eiginlegri aðferð beitt með því að taka einstaklingsviðtöl. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að almennt vantar betri skilning á hugtökum tengdum lífeyrissjóðum og þar með vantar upp á skilning á uppbyggingu lífeyriskerfisins eins og hvað varðar samtryggingahluta þess. Almennt höfðu viðmælendur litlar upplýsingar um eigin lífeyrismál og voru í litlum tengslum við sinn lífeyrissjóð en allir þekktu til sjóðfélagabréfa þó lestur á þeim væri mismikill. Flestir viðmælendur byggðu skoðanir sínar á lífeyrismálum meira á tilfinningu fyrir því hvernig þeir töldu að hlutirnir væru heldur en að þeir væru búnir að kynna sér málin og skoða fyrirliggjandi gögn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð ÁRJ Loka.pdf | 1,48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman skil ÁRJ.jpeg | 427,42 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |