en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26485

Title: 
  • Title is in Icelandic Aðferðir OECD við Milliverðlagningu
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í ritgerð þessari var leitast við að svara spurningum um hvaða aðferðir standa lögaðilum til boða þegar verð í viðskiptum milli tengdra lögaðila er ákvarðað. Þá var skoðað hvort að gildu sambærilegar milliverðlagsreglur á Norðurlöndunum og á Íslandi við val á milliverðlagsaðferð og hvort að leiðbeiningareglur OECD væru viðurkenndar í íslenskum og norrænum rétti. Til að svara þeim spurningum sem settar voru fram, var samhengisins vegna fjallað um alþjóðlega skattasniðgöngu, milliverðlagningu og milliverðlagsreglur. Sérstaklega var farið yfir íslensku milliverðlagsreglur sem lögfestar voru 1. janúar 2014, sbr. 3.-5. mgr. 57. gr. tsl. Þar er 3. mgr. 57. gr. þungjamiðja milliverðlagsreglnanna og 4. og 5. mgr. sömu laga nánari útfærsla á reglunum. Í lögum er ekki er mælt yfir um hvernig lögaðilar skuli ákvarða verð í viðskiptum sín á milli en í leiðbeiningareglum OECD eru settar fram fimm aðferðir, sem farið var yfir. Þá var einnig farið yfir milliverðlagsreglur Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Byggja þeir, líkt og þær íslensku, á leiðbeiningareglum OECD sem og 9. gr. samningsfyrirmyndar stofnunarinnar að tvísköttunarsamningum. Noregur er eina landið þar sem er að finna beina tilvísun til leiðbeiningareglnanna en öll löndin sem hér eru nefnd vísa til leiðbeiningareglnanna í lögskýringagögnum og dómaframkvæmd. Ekki er mælt fyrir um ákveðna aðferð við verðlagningu í viðskiptum tengdra aðila heldur skulu lögaðilar áður nefndra landa styðjast við bestu aðferðina hverju sinni, og er vísað til leiðbeiningareglna OECD til stuðnings.

Accepted: 
  • Jan 3, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26485


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MA_ritgerð_Katrín.pdf804.64 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
yfirlýsing%20landsbókasafn%20_Katrín.pdf286.45 kBLockedYfirlýsingPDF