is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26488

Titill: 
 • Seðlabanki Íslands sem lánveitandi
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er ætlunin að fjalla um hlutverk Seðlabanka Íslands sem lánveitanda samkvæmt 7. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Samkvæmt ákvæðinu hefur Seðlabankinn heimild til að veita tvenns konar lán. Annars vegar lán með svokallaðri reglulegri fyrirgreiðslu og einnig gegnir bankinn hlutverki lánveitanda til þrautavara (e. lender of last resort).
  Í 2. kafla ritgerðarinnar er fjallað um sögulega þróun seðlabanka (e. central bank). Fjallað er um hvernig seðlabankar urðu að þeim stofnunum sem við þekkjum í dag sem seðlabanka ásamt því að saga nokkurra valdra seðlabanka er rakin nánar. Í 3. kafla er fjallað um Seðlabanka Íslands. Farið yfir sögu bankans frá stofnun og hvernig hann þróaðist úr því að vera deild í Landsbanka Íslands yfir í að vera sjálfstæð stofnun. Kannað er hvernig stjórnskipulagi bankans er háttað ásamt umfjöllun um stjórnsýslulega stöðu bankans og sjálfstæði Seðlabankans. Í 4. kafla er að finna umfjöllun um peningastefnu Seðlabanka Íslands. Gerð er grein fyrir því hvaða peningastefna er og hvaða hlutverki hún gegnir í efnahagslífi Íslendinga. Fjallað er um stjórntæki Seðlabankans og hvernig þau eru notuð til að framfylgja markmiðum peningastefnunnar.
  Í 5. kafla er síðan umfjöllun um veðlán Seðlabanka Íslands. Farið er yfir hvers vegna Seðlabankinn veitir viðskiptamönnum sínum lán ásamt því að fjallað er um inntak 1. mgr. 7. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Kannað er hvaða skilyrði eru sett til þess að fyrirtæki geti átt í lánaviðskiptum við Seðlabankann og farið yfir hver framkvæmd slíkra viðskipta er. Í 6. kafla er fjallað um veðhæfi verðbréfa í viðskiptum við Seðlabankann.
  Í 7. kafla er umfjöllun um þrautavaralán Seðlabanka Íslands samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Farið er yfir hvers vegna seðlabankar eru svokallaðir lánveitendur til þrautavara ásamt því að kannað er hvort tilvist slíks lánveitanda skapi hættu á svokölluðum freistnivanda (e. moral hazard). Fjallað er um heimild Seðlabankans og hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá þrautavaralán frá bankanum. Einnig er velt upp þeirri spurningu hvort þörf sé á alþjóðlegum lánveitanda til þrautavara (e. international lender of last resort).
  Í 8. kafla er stutt umfjöllun um heimildir nokkurra norrænna seðlabanka til lánveitinga og þær bornar saman við 7. gr. Í 9. kafla er fjallað um reglur um ríkisaðstoð, sem er að finna í 61. gr. EES-samningsins, sbr. lög nr. 2/1993 um evrópska efnahagssvæðið, með hliðsjón af stöðu Seðlabankans sem lánveitanda. Farið er stuttlega yfir inntak reglunnar um ríkisaðstoð ásamt því að fjallað er um hvort lánveitingar Seðlabankans geti farið í bága við þær reglur. Loks er í 10. kafla teknar saman helstu niðurstöður ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
 • 4.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26488


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing-Elvar.pdf58.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Seðlabanki Íslands sem lánveitandi.pdf932.43 kBLokaður til...11.01.2033HeildartextiPDF