is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26489

Titill: 
 • Að viðhalda virði vegakerfisins
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • • Markmið verkefnisins er að svara því hvort óbeinn kostnaður sem fylgir löku viðhaldi vegakerfisins vegi meira en sá sparnaður sem hlýst af að skera viðhald niður.
  • Í upphafi verkefnisins er farið yfir þróun íslenska vegakerfisins á bílaöld og gæði þess í alþjóðlegum samanburði. Því næst er litið á hvernig staðið hefur verið að fjárúthlutunum til vegamála undanfarin ár.
  • Undanfarin ár hafa fjárveitingar til viðhalds og nýbygginga vega verið mun minni en árin og áratugina á undan. Traustar og öflugar vegasamgöngur eru tvímælalaust ein stoð í nútímasamfélagi. Þannig eru góðar vegasamgöngur eitt af því sem setur mark sitt á þróuð hagkerfi í dag. Minnkandi fjárveitingar hafa ýtt undir vantrú á kerfið, ef marka má skoðanakannanir, þar sem einstaklingar telja að meira fjármagni ætti að vera varið til vegakerfisins. Því þykir líklegt að uppsöfnuð viðhaldsþörf sé til staðar og slíkt geti jafnvel staðið hagvexti og velsæld fyrir þrifum til lengri tíma.
  • Þrátt fyrir almenna skoðun þess efnis að líklega þurfi að verja meira fé til viðhalds og stækkunar vegakerfisins er lítið vitað hver þörfin er í raun og veru. Íslenska vegakerfið er nýlegt og umfangsmikið miðað við höfðatölu og notkun. Þó eru vísbendingar um að notkunin hafi stóraukist á undanförnum árum vegna breytinga á flutningamynstri og vegna fjölgunar ferðamanna. Á sama tíma hafa kröfur í öryggismálum orðið meiri. En hefur vegakerfinu hrakað og ef svo er, þá hversu mikið? Er skaðinn eingöngu tæknilegs eðlis eða er hann farinn að smita óbeint út frá sér með öðrum hætti? Núverandi nálgun á stjórnun vegakerfisins veitir ekki nægilega skýr svör við þessum spurningum.
  • Aðferðafræði sem kölluð hefur verið eignastýringaraðferð (e. road asset management) hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár erlendis en í henni felst að virði vegakerfisins og einstakra hluta þess er metið fjárhagslega. Með innleiðingu á aðferðinni eykst yfirsýn yfir vegakerfið og öllum þeim þáttum sem spila inn í ástand þess. Aðferðin byggir á verðmati vegaeigna. Hægt er að nýta sér nokkrar aðferðir við virðismat sem allar verða kynntar í ritgerð þessari.
  • Þegar sýna má fram á að unnt sé að reikna virði vegakerfisins er áhugavert að kanna umfang þeirra efnahagslegu áhrifa sem vegakerfið hefur á samfélagið. Vegakerfið samanstendur af mörgum mismunandi eignum sem allar hafa sinn líftíma og þarf að viðhalda. Sumar verða fyrir beinu álagi umferðar og aðrar ekki. Þá hafa þættir áhrif á ástand þess sem margir eru óútreiknanlegir. Vegakerfið hefur gegnt mikilvægu hlutverki í efnahagsþróun síðustu áratugi þrátt fyrir nýjar samskiptaleiðir. Næstum allir verða fyrir einhverskonar áhrifum af notkun vega, beinum og/eða óbeinum, innri og/eða ytri. Nýta má svokallaða kostnaðar- og ábatagreiningu til að verðmeta þessa þætti. Allir þessir liðir þurfa að reiknast á nettó formi, það er kostnaður að frádregnum ábata. Mat á heildarbreytingu í velferð við bættar vegasamgöngur byggir á breytingu á velferð eða notagildi einstaklinga sem vegabótin snertir. Þannig hjálpar kostnaðar- og ábatagreining stjórnvöldum að nálgast hvernig hámarka má velsæld einstaklinga.
  • Þegar litið er á hagræn sjónarmið er nauðsynlegt að spyrja hvort staðið hefur verið að nauðsynlegum fjárveitingum og viðhaldi til vegasamgangna á undanförnum árum. Í því samhengi er áhugavert að kanna hvort fjárveitingar til vegamála hafi í raun áhrif á hagvöxt þegar til lengri tíma er litið. Til að svara því hvort um slíkt samband sé að ræða er notast við aðferðafræði margvíðar aðhvarfsgreiningar. Niðurstöður aðhvarfsgreiningarinnar gefa til kynna að fjárveitingar til vegakerfisins hafa marktæk áhrif á hagvöxt. Samkvæmt tilgátum hefur vegakerfið því verið vanfjármagnað undanfarin ár. Í því samhengi er vert að benda á að heildarfjárveitingar til vegakerfisins hafa aldrei verið lægri en síðustu fimm ár, mælt sem hlutfall af landsframleiðslu.
  • Nú þegar niðurstöður gefa til kynna að vegakerfið hafi verið vanfjármagnað þarf að horfa til allra þeirra áhrifa sem kunna að verða vegna þessa, en vegakerfi geta haft víðtæk efnahagsleg áhrif. Eftirspurn eftir flutningum helst í hendur við efnahagslega velferð fyrirtækja, heimila og einstaklinga og framboð greiðfarinna leiða hefur áhrif á samgöngukostnað sem getur verið stór hluti framleiðslukostnaðar. Samgöngubætur geta haft áhrif á efnahagsþróun, til að mynda tekjur, atvinnu, samkeppnishæfni, atvinnurekstur, virði eigna, skatttekjur og fleira. Hins vegar er erfitt að meta verðmæti þessara þátta. Þrátt fyrir það er mikilvægt að horfa til þeirra þegar meta á áhrif vegabóta.

 • Útdráttur er á ensku

  „Good roads, canals, and navigable rivers, by diminishing the expense of carriage, put the remote parts of the country more nearly upon a level with those in the neighboring town. They are upon that account the greatest of all improvements. “
  Adam Smith, 1776
  • The thesis aims to answer whether indirect costs which follows poor road network maintenance outweights the savings incurred from cutting down maintenance.
  • Initially, the thesis will cover the development of the Icelandic road network and how members who work in the transport sector evaluate the quality of the network by international standards. Then it looks at financial allocations to road construction in recent years.
  • In recent years, significantly less has been investment for maintenance and new construction of roads than the years and decades before. Reliable and powerful road transport are undoubtedly the pillars of modern society. Thus, good road transport is one of the things that sets its mark on the developed economies today. Shrinking budgets has fueled distrust in the system in which individuals believe that more resources should be devoted to the road network. It is therefore likely that the accumulated need for maintenance is in place and this may well hinder economic growth and prosperity for clearing long term.
  • Despite the general opinion that there likely is need to allocate more funds for maintenance and expansion of the road network, the exent of this need is unknown. The Icelandic road network is fairly recent compared to other western countries and extensive per capita and use. However, there are signs that the usage has increased dramatically in recent years due to changes in transport patterns and as a result of increasing tourism. Meanwhile, security requirements become greater. But has the road network degraded, and if so, how much? Is the damage purely technical or has it infected other sectors indirectly? The current approach to the management of road network does not provide sufficient information regarding that manner.
  • So called road asset management has been emerging in recent years, meaning that the value of the road network is evaluated financially. Implementation of the method increases insight of the road network and all the factors that play a role in its situation. There are several methods that can be used to evaluate road networks that will be presented in this thesis.
  • After demonstrating that it is possible to calculate the value of the road network, it is interesting to exlpore the extent of the economic impacts that a road network has on society. The road network consists of many different assets that all have different lifetime. Some get affected directly and some not. Moreover, many of the factors that influence the state are unpredictable. The road network has had an important role in Iceland’s economic development in recent decades despite new ways of communication. Almost all individuals are exposed to the use of roads, directly or indirectly, internal or external. Cost benefit analysis can be used to evaluate these factors. All these factors need to be calculated on net form, that is cost less benefit. Evaluation of overall change in the welfare of better roads is the change in welfare or utility or individuals the road has effect on. Therefore, cost benefit analysis helps governments to calculate how to maximize the prosperity of individuals.
  • Looking at the economic viability, it is necessary to ask whether, in recent years, investment and maintenance has been good enough for road networks. In this context it is interesting to ask whether budgets for road networks have actual affects on long term economic growth. To answer the question whether such relationship exists, multivariate regression is used. Result of the regression indicate that funding for road networks has significant effect on economic growth. Therefore, funding for the road network has been underfunded in recent years. In that manner, it is necessary to point out that funding for the road network has never been lower than the last five years, measured as a percentage of GDP.
  • Improvements of road conditions often tend to lead to large economic impacts. It is necessary to take these impacts into account. When examining improvements of road networks around the world it can be shown that better roads leads to better access, industrial activity and regional development and more. That said, it is often difficult to evaluate the economic value of these factors.

Styrktaraðili: 
 • Mannvit
Samþykkt: 
 • 5.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26489


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_Þorsteinn_Helgi_Valsson_Að_viðhalda_virði_vegakerfisins.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Landsbókasafn.pdf58.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Annað skjalið er undirrituð yfirlýsing um meðferð verkefnisins