is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2649

Titill: 
  • Fæðuval hornsíla (Gasterosteus aculeatus) í kjölfar sinubruna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hornsíli eru þekkt fyrir mikla aðlögunarhæfni og eru fljót að aðlagast breyttum umhverfisaðstæðum. Í kjölfar sinubruna sem varð á Mýrum seint að vori árið 2006 þótti því áhugavert að skoða áhrif sinubrunans á hornsíli og þá sérstaklega fæðuval þeirra. Áhrif sinubruna á laxfiska hafa verið nokkuð rannsökuð, sérstaklega í N-Ameríku þar sem skógareldar eru tíðir. Hér á landi höfðu sambærilegar rannsóknir ekki verið gerðar.
    Fyrri rannsóknir í kjölfar sinubrunans höfðu sýnt að ekki var mikill munur á smádýralífi eða eðlis- og efnaþáttum í vötnum á brunnu og óbrunnu svæði. Hins vegar var þéttleiki hornsíla töluvert meiri í vötnum á svæði sem brann heldur en á samanburðarsvæði. Magafylli og fæðuval sílanna voru einnig nokkuð misjöfn á milli svæðanna en sjaldnast var munurinn mikill. Hornsíli á brunnu svæði átu úr fleiri fæðuhópum, en magafyllin á brunnu svæði var nokkuð minni en á óbrunnu. Á báðum svæðum voru vatnaflær algengasta fæðan, yfir 75% að meðaltali. Svæðið á Mýrum hefur langan viðstöðutíma vatns, þ.e. sama vatnið er lengi á sama stað, þannig að áhrifa á lífríkið á jafnvel enn eftir að gæta.

Samþykkt: 
  • 15.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2649


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
faeduval_hornsila_i_kjolfar_sinubruna_thora_geirlaug_fixed.pdf629.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna