is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26491

Titill: 
  • Félags- og tómstundastarf aldraðra: Mikilvægi virkni og þátttöku.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Öldruðum fer ört fjölgandi um allan heim og af þeim sökum hefur umfjöllun um mikilvægi félags- og tómstundastarfs fyrir aldraða farið vaxandi. Til þess að mæta þessari fjölgun þarf starfið að vera öflugt og fjölbreytt, því starfið þjónar mikilvægum tilgangi í lífi eldra fólks. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða félags- og tómstundastarf aldraðra og mikilvægi þess og er það gert með því að svara spurningunum: Er félags- og tómstundastarf aldraðra mikilvægt? Hvaða hlutverki gegnir virkni og þátttaka aldraðra í félags- og tómstundastarfi? Til þess að svara þeim verður stuðst við fyrirliggjandi gögn um löggjöf, stefnumótun og fræðilega umfjöllun bæði hér á landi og erlendis. Niðurstöður sýna að félags- og tómstundastarf er mikilvægt fyrir aldraða. Það hefur sýnt sig að virkni og þátttaka aldraðra í félags- og tómstundastarfi skiptir miklu máli. Starfið er mikilvægt fyrir farsæla öldrun og veitir betri andlega, líkamlega og félagslega heilsu á efri árum. Regluleg þátttaka bætir líkamlega færni aldraðra, eykur jákvæðar tilfinningar og eflir félagsleg samskipti þeirra. Þátttakan eykur líkur á því að fólki líði betur andlega og líkamlega, og þess vegna séu minni líkur á að það verði þunglynt, einmana eða félagslega einangrað. Ekki eiga samt allir tök á því að taka þátt í félags- og tómstundastarfi vegna ýmissa hindrana og því er mikilvægt að það sé fjölbreytt og hæfi sem flestum.

Samþykkt: 
  • 5.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG26L - BA ritgerð- Katrín Ósk Þorsteinsd..pdf858.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Katrín.pdf15.4 MBLokaðurYfirlýsingPDF