is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26494

Titill: 
  • Fóstureyðingar: Hlutverk félagsráðgjafa í ákvarðanatökuferli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er umfjöllun um fóstureyðingar með megináherslu á hlutverk félagsráðgjafa í því ákvarðanaferli. Markmiðið er að kanna hlutverk félagsráðgjafa í ákvarðanaferli kvenna sem óska eftir fóstureyðingu. Tilgangur ritgerðarinnar er að varpa ljósi á mikilvægi þess starfs sem félagsráðgjafar sinna í ákvarðanaferli fóstureyðinga. Fjallað verður um kenningar, rannsóknir á fóstureyðingum, siðfræði og löggjöf á Norðurlöndum svo fátt eitt sé nefnt. Leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver er aðkoma félagsráðgjafa að ákvarðanaferli fóstureyðinga? Hversu nauðsynleg er löggjöf um fóstureyðingar?
    Niðurstöður þessarar ritgerðar sýna fram á mikilvægi þess að hafa félagsráðgjafa starfandi innan heilbrigðissviðs og á kvennadeildum. Helsta hlutverk félagsráðgjafa í ferli fóstureyðinga er að veita konum stuðning og ráðgjöf í ferlinu sem og að aðstoða þær við að taka endanlega ákvörðun. Ákvarðanataka kvenna þegar kemur að fóstureyðingum getur verið mjög flókin og margt sem á þar hlut að máli, til dæmis utanaðkomandi þrýstingur. Rannsóknir á fóstureyðingum hafa sýnt fram á mikilvægi þess að lögleiða fóstureyðingar og gæta þess að konur og pör hafi öruggt aðgengi að úrræðinu. Samanburður á löggjöfum Norðurlandanna sýnir að lögin eru í megin atriðum mjög lík og það er fátt sem greinir á milli þeirra.
    Fóstureyðing eru umdeilt málefni. Eins og með svo margt þá er ekki ósennilegt að einstaklingar myndi sér ólíkar skoðanir á málefninu og sjái það frá ólíkum sjónarhornum. Hagnýting þessarar ritgerðar er auðvelt aðgengi að nokkrum grunnstaðreyndum og upplýsingum um fóstureyðingar, þá sérstaklega um hlutverk félagsráðgjafa í ákvarðanaferlinu.
    Lykilorð: Fóstureyðing, félagsráðgjöf, kreppukenning, feminískar kenningar.

Samþykkt: 
  • 5.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26494


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fóstureyðingar-Hlutverk félagsráðgjafa í ákvarðanatökuferli.pdf829,92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
B.A.ritgerð_Yfirlýsing.pdf764,46 kBLokaðurYfirlýsingPDF