is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26495

Titill: 
  • Innleiðing Barnasáttmálans í íslenskan rétt: Dropinn holar steininn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í kjölfar lögfestingar Barnasáttmálans árið 2013 má ætla að áhrif hans á íslenskan rétt muni aukast en lögfesting þjóðréttarsamnings í heild er ein leið til innleiðingar hans. Með innleiðingu þjóðréttarsamnings er einfaldlega átt við aðgerðir aðildarríkis til þess að koma ákvæðum samningsins til framkvæmda í landsrétti, þ.e. framfylgd samningsins. Gengur lögfesting samnings í heild þar hvað lengst þar sem með þeim hætti eru öll ákvæði þjóðréttarsamnings færð í innlenda löggjöf. Aðildarríkið er þó þjóðréttarlega skuldbundið af þjóðréttarsamningi allt frá fullgildingu hans.
    Í því skyni að fá yfirsýn á áhrif Barnasáttmálans á íslenskan rétt er tveimur (til þremur) leiðum til innleiðingar lýst og stofnun þjóðréttarlegrar skuldbindingar aðildarríkis skoðuð. Gerð er grein fyrir Barnasáttmálanum og því eftirlitskerfi sem hann kemur á fót og athugað með hvaða hætti samningurinn hefur verið innleiddur fram til þessa hér á landi. Í upphafi var ekki talið að aðlaga þyrfti lög ákvæðum hans en nú hafa þau öll verið færð í löggjöfina og má velta fyrir sér hvort innleiðingu Barnasáttmálans sé nú lokið.
    Til samanburðar verður lögfesting Mannréttindasáttmála Evrópu hér á landi skoðuð ásamt réttarframkvæmd í Noregi þar sem Barnasáttmálinn var lögfestur árið 2003. Jafnframt verður litið til Svíþjóðar sem ekki hefur lögfest Barnasáttmálann en líkur eru á að von bráðar verði breyting þar á.

Samþykkt: 
  • 5.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dropinn holar steininn.pdf..pdf3.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
svanst_26.4.2018_14-41-17.pdf306.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF