is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26496

Titill: 
  • Reynsla foreldra af námsvali barna sinna að loknum grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í reynslu foreldra af hlutverki sínu í ákvarðanatökuferli barna sinna um val á námi eftir grunnskóla og að afla upplýsinga um áherslur foreldra er varðar valið og þekkingu þeirra á námsleiðum. Rannsóknin byggði á viðtölum við sjö foreldra sem allir áttu barn sem lauk námi í grunnskóla vorið 2016. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að foreldrarnir hafi verið virkir í ákvarðanatökuferli barna sinna um val á námi að loknum grunnskóla. Þær benda jafnframt til þess að viðmælendur hafi litið svo á að hlutverk þeirra í ákvarðanatökuferlinu væri stuðningur, bæði í orði og verki. Þeir foreldrar sem rætt var við lögðu meiri áherslu á að velja skóla fremur en námsleið og töldu að bekkjakerfi hentaði börnum sínum betur en áfangakerfi. Þeir sóttu upplýsingar um framhaldsskólana á fundi í grunnskólum, opin hús og á sameiginlegar kynningar framhaldsskóla. Upplýsingar um reynslu foreldranna af þessu ferli hafa hagnýtt gildi fyrir náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum þar sem þær geta gagnast í samskiptum við foreldra og varpað ljósi á hvort og hvernig þurfi að upplýsa foreldra um þeirra hlutverk í ákvarðanatökuferlinu. Nýmæli þessarar rannsóknar er að hér var rætt við foreldra og þeirra þekking, áherslur og hugmyndir fá áheyrn.

Samþykkt: 
  • 5.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_Bryndís Haraldsdóttir.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.rtfd.zip1.34 kBLokaðurYfirlýsing?