is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26498

Titill: 
 • Samhæfing lyfjatölfræði þriggja stofnana - Verkefnamat
 • Titill er á ensku A coordination of medical prescriptions and drug consumption statistics within three public agencies - A project evaluation
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í Lyfjastefnu Velferðarráðuneytisins til ársins 2020 kemur fram að ýmislegt í stjórnsýslu lyfjamála sé óskýrt, þar á meðal söfnun lyfjatölfræðilegra upplýsinga. Að söfnuninni koma þrjár undirstofnanir Velferðarráðuneytisins, hver með sínum hætti og er viðfangsefni verkefnisins að skoða hvernig og hvers vegna stjórnsýslan í kringum verkefnið er óskýr. Viðfangsefnið tengist því hvernig yfirstjórn verkefnisins er háttað og hvort dreifstýring í anda hinnar nýju opinberu stjórnunar, NMP, gæti skýrt núverandi stöðu þessara mála. Um er að ræða eigindlega athugun þar sem notuð var aðferðafræði verkefnamats. Skoðaður var lagarammi um söfnun lyfjatölfræðilegra upplýsinga, hlutverk og verkferlar stofnananna skoðaðir og farið yfir sögu innleiðingar lyfjagagnagrunna.
  Niðurstaðan bendir til að innan þess málaflokks sem um ræðir gæti enn dreifstýringar sem lýsir sér í sjálfstæði stofnananna í söfnun upplýsinga. Samhæfingu og samstarf virðist skorta milli stofnananna og enginn einn aðili er með heildaryfirsýn í málaflokknum. Því má draga þá ályktun að til að bæta stjórnsýslu og óskýr hlutverk stofnananna þurfi að bæta samhæfingu þeirra í milli. Velferðarráðuneytið hefur hér yfirstjórnunarhlutverk og þarf að móta heildarstefnu í málaflokknum með það að markmiði auka skilvirkni og bæta samhæfingu milli stofnananna.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis examines how statistics on medical prescriptions and drug consumption in Iceland are produced by three separate public agencies. The division of roles between the agencies is somewhat unclear. An attempt is made to explain how and why public administration on data collection in this field is unclear, to examine whether the collection is properly monitored and whether the present state of affairs is the result of adherence to the principles of New Public Management, with its policy of decentralisation and independence of individual agencies.
  The study, which is qualitative, employs project evaluation to examine the laws and regulations covering data collection and the founding of medical statistics databases. The findings indicate that the agencies involved in data collection on drug usage and prescriptions are independent, i.e. that decentralisation still applies to them. Cooperation between them seems to be poor, and coordination is deficient, with no overall supervision. The conclusion is that in order to improve coordination and clarify the role of each agency, it would be necessary to increase central control in this area; general policy should be laid down by the Ministry of Welfare.

Samþykkt: 
 • 5.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26498


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samhæfing lyfjatölfræði þriggja stofnana, verkefnamat .pdf1.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf281.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF