is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26501

Titill: 
 • Háskóli í fremstu röð? - Stoðþjónusta rannsóknaverkefna við Háskóla Íslands í evrópsku samhengi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessa verkefnis er stoðþjónusta við rannsóknaverkefni við evrópska háskóla. Stoðþjónusta við rannsóknaverkefni við Háskóla Íslands er grunnlína verkefnisins og er rannsóknin hagnýt á þann hátt að niðurstöður hennar leggja til breytingar á þeirri þjónustu sem veitt er við Háskóla Íslands.
  Meginrannsóknaspurning verkefnisins snýr að því hvort háskólar í Evrópu skipuleggja stoðþjónustu við rannsóknaverkefni styrkt af Evrópusambandinu á miðlægan eða dreifstýrðan hátt. Gerð er tilgáta um hvernig breytingar á stoðþjónustu við Háskóla Íslands gætu bætt árangur Háskólans þegar kemur að sókn í erlenda samkeppnissjóði og rekstri styrktra verkefna. Kenningar Mintzberg um skipulagsheildir og kenningar um stofnanabreytingar mynda kenningaramma verkefnisins.
  Nítján háskólastofnanir eru bornar saman og er þeim skipt í þrjá flokka: Norrænir háskólar, háskólar á svipuðum slóðum og Háskóli Íslands á lista Times Higher Education, og fremstu háskólar Evrópu samkvæmt sama lista og árangri úr rannsóknaáætlun ESB. Verkefnið notar opinberar upplýsingar útgefnar af háskólunum og opinber gögn gefin út af Evrópusambandinu.
  Helstu niðurstaða verkefnisins er að almennt skipuleggja háskólastofnanir í Evrópu stoðþjónustu sína við rannsóknaverkefni styrkt af Evrópusambandinu miðlægt, sem næst forystu stofnunarinnar og er Háskóli Íslands frábrugðinn að því leyti að engin miðlæg eining ber ábyrgð á þjónustunni. Lagt er til að Háskóli Íslands setji sér stefnu varðandi þetta málefni, skilgreini ábyrgð og verkaskiptingu, auki sérhæfingu starfsfólks og teymisvinnu þvert á fræðasvið.

Samþykkt: 
 • 6.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Úlfar Gíslason MPA ritgerð.pdf2.2 MBLokaður til...31.12.2020HeildartextiPDF
Yfirlýsing Úlfar Gíslason.pdf2.72 MBLokaðurYfirlýsingPDF