is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26504

Titill: 
  • Traust innan deilihagkerfisins: Rannsókn á trausti meðal eigenda hjá Airbnb
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hafa komið á markað fyrirtæki sem eiga það sameiginlegt að hafa náð hröðum vexti ásamt því bjóða upp á nýstárleg úrræði þar sem fólk getur átt í viðskiptum sín á milli með vannýttar vörur og þjónustu. Deilihagkerfið (e. sharing economy) er nýtilkomið hugtak um viðskiptalíkan sem snýr að því að dreifa aðgengi að vannýttum eignum og tengja saman þarfir fólks á skilvirkan, hagkvæman og umhverfisvænan máta. Markmiðið með rannsókninni sem hér er til umfjöllunar var að varpa ljósi á traust í viðskiptum innan deilihagkerfisins. Ákveðið var að rannsaka traust hjá eigendum sem eru með eign skráða til útleigu á netvangnum (e. platform) Airbnb til leigjanda og til Airbnb sem milliliðs í viðskiptunum. Ástæða fyrir því vali að framkvæma rannsókn á trausti innan Airbnb er sterk tenging fyrirtækisins við hugtakið deilihagkerfi og jafnframt vinsældir þess hér á landi þar sem nú eru yfir 3000 eignir á skrá hjá Airbnb í Reykjavík.
    Megindleg rannsókn var framkvæmd þar sem mælitæki var hannað af rannsakanda með hliðsjón af sambærilegum rannsóknum. Alls svöruðu 111 þátttakendur sem hafa leigt út eign í gegnum netvanginn Airbnb.
    Helstu niðurstöður sýndu fram á að eigendur á Airbnb treysta leigjendum nokkuð vel. Hversu mikið traust þeir bera til leigjenda virðist þó vera háð því hvort reikningur þeirra sé stilltur á að það þurfi að samþykkja hverja bókun eða ekki en þeir sem þurfa að samþykkja virðast treysta leigjendum síður. Skoðað var viðhorf eigenda til að leigja hópum sem voru mismunandi hvað varðar lýðfræðilegar breytur og í ljós neikvæðara viðhorf til að leigja fólki frá Kína, fólki sem er ekki með mynd af sér á reikningi sínum og fólki yngra en 20 ára. Þá var kannað hvað væri helst að útskýra almennt traust eigenda á leigjendum en niðurstöður sýndu að almennt traust á viðskiptum á Internetinu vó þyngst. Eigendur virðast treysta Airbnb almennt mjög vel sem millilið í viðskiptum en mjög sterk jákvæð tengsl fundust á milli trausts á Airbnb sem millilið og trausts á greiðslukerfi fyrirtækisins. Að lokum var kannað hvað gæti verið að útskýra almennt traust eigenda á leigjendum. Fylgnipróf sýndu að mikilvægi umsagnakerfis Airbnb mældist hæst með miðlungs neikvæða fylgni við almennt traust á leigjenda.

Samþykkt: 
  • 6.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26504


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Traust_deilihagkerfi.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skanni_20170105.jpg261.96 kBLokaðurYfirlýsingJPG