is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26509

Titill: 
  • „Fagleg vinnubrögð í ferlinu skipta öllu máli“ Reynsla fagaðila af raunfærnimati á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á reynslu fagaðila í raunfærnimati, viðhorf þeirra og fulltrúa formlega skólakerfisins til nemenda sem koma inn í nám eftir raunfærnimat. Tekin voruð hálfstöðluð viðtöl við náms- og starfsráðgjafa, verkefnastjóra, matsaðila og fulltrúa skólakerfisins með það að leiðarljósi að fá fram reynslu og þekkingu af störfum þeirra tengdum raunfærnimati. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að viðhorf til ráðgjafar í raunfærnimati eru jákvæð og að fagaðilar eru sammála um að faglegra vinnubragða sé gætt í hvívetna í gegnum ferlið. Ráðgjöfin er talin mikilvæg og í góðum farvegi en eftirfylgnin mætti vera meiri að loknu raunfærnimati. Táknmynd samhæfingar fagaðila var áberandi einkenni í niðurstöðum rannsóknarinnar, þar sem öflugt fagfólk, gott matstæki og góð samvinna eru í fyrirrúmi. Mikill áhugi og gleði við vinnuna tengir fagfólkið saman og það er sammála um að ryðja úr vegi hindrunum sem verða í starfinu. Vandamál í raunfærnimatsferlinu eru helst tengd skorti á fjármagni eða misskiptingu þess. Enn fremur kom fram að viðhorf skólakerfisins gagnvart raunfærnimatsnemendum eru jákvæð, sérstaklega í þeim tilvikum þar sem skólakerfið gerir ráð fyrir viðkomandi nemendum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru til dæmis nytsamlegar fulltrúum formlega skólakerfisins og framhaldsfræðslunnar sem sjá um framkvæmd og þróun raunfærnimats.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is to explore the views of professionals who participate in the validation of informal learning and representatives of schools receiving students after validation. Semi-structured interviews were conducted with guidance counsellors, project managers, appraisers and school representatives. The study demonstrates that guidance counselling by professionals in the validation process has a positive benefit resulting in a successful outcome. Professionals clearly work together enthusiastically to remove any obstacles that appear along the way. Problems in the validation process are mainly due to unequal distribution of funding between professionals in the process and follow up after validation. The attitude of the representatives of the formal school system towards validation students are positive, especially when the school system accepts students after validation. The results of this study are especially useful for the representatives of the adult education and the formal school system, who oversee the implementation and development of informal learning validation.

Samþykkt: 
  • 9.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26509


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemmueintak-MA-ritg-pdf.pdf658.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing-pdf.pdf115.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF