is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26510

Titill: 
  • Tak burt minn myrka kvíða
  • Titill er á ensku Vanish, thou dark anxiety
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er 12 eininga lokaverkefni höfundar til BA-gráðu við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er leitast við að skoða hvernig aðstandendur upplifa sig og sorgarferlið eftir að ástvinur hefur tekið sitt eigið líf. Kastljósinu er sérstaklega beint að líðan aðstandenda eftir sjálfsvígið og hvað tekur við í kjölfarið. Einnig er skoðað hver áhrif samfélagsins eru á sjálfsvíg og hvaða meðferðarleiðir eru í boði fyrir aðstandendur sem missa ástvin sinn á þennan hátt.
    Til að skoða þessa þætti var framkvæmd eigindleg rannsókn á þremur einstaklingum. Tveir þeirra voru aðstandendur og hinn þriðji var sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í sorg.
    Rannsóknin var framkvæmd með hálfopnum viðtölum og einu vefviðtali, þau síðan afrituð og að lokum greind. Einnig voru kenningar og fyrri rannsóknir notaðar til þess að varpa betra ljósi á viðfangsefnið.

Samþykkt: 
  • 9.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26510


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð BA.pdf841.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf2.1 MBLokaðurYfirlýsingPDF