Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26511
Miklar endurbætur í alþjóðlegu regluverki hafa átt sér stað síðan alþjóðlega fjármálahrunið varð árið 2008. Þar á meðal eru viðmið 44 (e. Guideline 44) frá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni, EBA, sem gera auknar og nýjar kröfur til innri stjórnarhátta fjármálafyrirtækja og breytingar sem gerðar hafa verið á 8. endurskoðunartilskipun Evrópusambandsins. Þriggja línu varnarkerfið er undirstaða þessara viðmiða sem og flest allra annarra viðmiða og staðla á þessu sviði sem komið hafa fram á undanförnum árum.
Í þriggja línu varnarkerfinu (e. three lines of defense) er fyrsta varnarlína mynduð af almennum starfsmönnum fyrirtækisins og framlínustjórnendum. Í annarri varnarlínunni er innra eftirlit fyrirtækisins, en þar eru deildir eins og áhættustýring, regluvarsla og gæðaeftirlit. Þriðju og innstu línuna myndar svo innri endurskoðun fyrirtækisins, sem starfar fyrir stjórn viðkomandi fyrirtækis og sér um staðfestingareftirlit gagnvart því innra eftirlitskerfi sem er á ábyrgð hinna tveggja línanna.
Í þriggja línu varnarkerfi er lögð áhersla á samþættingu, skilvirkt skipulag og skýra afmörkun hlutverka hverra línu og á ábyrgð hvers stjórnenda og starfsmanns. Með innleiðingu þriggja línu varnarkerfisins eru tryggðar forsendur til samþættingar og aukinnar skilvirkni í starfsemi eftirlitseininga. Samhliða er lögð áhersla á að það er á
ábyrgð framlínustjórnenda að tryggja að í þeirri starfsemi sem þeir bera ábyrgð hafi verið innleitt viðeigandi stjórnskipulag, áhættustýringar- og eftirlitsferlar, í samræmi við áskoranir og þá óvissuþætti sem tengjast hinni daglegu starfsemi á hverjum tíma.
Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að þriggja línu varnarkerfið sé lykillinn að þeim ramma sem fyrirtæki í dag þurfa á að halda við skipulagningu skilvirks innra eftirlits og áhættustýringar og mikilvægt tæki til að fyrirtæki geti ná settum markmiðum sínum í rekstrarumhverfi nútímans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaeintak 9.1.17.pdf | 1.25 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.jpg | 797.45 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |