is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26512

Titill: 
  • Fyrirtækjamenning og innri samskipti í alþjóðlegu fjarteymi: Hagnýtt verkefni til úrbóta
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar er að meta fyrirtækjamenningu og innri samskipti tiltekins fyrirtækis sem byggir starfsemi sína á alþjóðlegum fjarteymum og greina styrkleika þeirra og veikleika. Markmiðið var að koma auga á þá þætti sem betur mættu fara og leiðir til að bæta úr þeim, en einnig að varpa ljósi á þá þætti sem jákvæðir eru og styrkja þá.
    Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð sem kallast túlkandi fyrirbærafræði. Unnið var í samstarfi við íslenskt frumkvöðlafyrirtæki og hófst samstarfið á því að lögð var spurningakönnun fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins. Þegar niðurstöður hennar lágu fyrir voru tekin djúpviðtöl við sex starfsmenn um upplifun þeirra af menningu fyrirtækisins, innri samskiptum og kostum og göllum þess að starfa í alþjóðlegu fjarteymi. Afrakstur verkefnisins eru mótuð gildi fyrir fyrirtækið útfrá niðurstöðum rannsóknarinnar ásamt mannauðsstefnu og samskiptastefnu sem byggja á þessum gildum.
    Meginniðustöður rannsóknarinnar eru á þá leið að starfsmenn eru stoltir af því að starfa fyrir fyrirtækið, þeim finnst jákvætt að starfa í alþjóðlegu fjarteymi og finnst andrúmsloftið á vinnustaðnum vinalegt og hvetjandi. Þeim finnst stjórnendur hressir og skemmtilegir og þeim líður almennt vel í vinnunni. Niðurstöðurnar sýna þó að innri samskiptum sé ábótavant og að þau megi bæta með nokkrum einföldum skrefum.

Samþykkt: 
  • 9.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-Ritgerð_Lella.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
SKMBT_C22417010908470.pdf340.74 kBLokaðurYfirlýsingPDF