Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26513
Basic Income
Borgaralaun er hugmynd að kerfi þar sem allir borgarar fá greidda ákveðna grunnframfærslu frá hinu opinbera án allra skilyrða. Greiðslurnar velta þar af leiðandi ekki á vinnumarkaðsstöðu, tekjum eða öðru slíku. Borgaralaun eru hugsuð til sjá einstaklingum fyrir þeim grunnþörfum sem þeir þurfa og renna greiðslurnar því ekki til heimila og ákveðinna hópa heldur til einstaklinganna sjálfra. Hér á landi gætu borgaralaun leyst núverandi velferðarkerfi af hólmi og komið meðal annars í stað atvinnuleysisbóta, ellilífeyris, örorkubóta, barnabóta og námslána.
Í þessari ritgerð verður fjallað um hugmyndafræðina á bak við borgaralaun og hvernig þeim er ætlað að einfalda almannatryggingakerfið, draga úr fátækt, minnka atvinnuleysi og stuðla að réttlæti í samfélaginu. Ritgerðinni er skipt upp í nokkra hluta, fyrst verður farið yfir skilgreininguna á bak við hugtakið borgaralaun og stiklað á stóru í sögu þeirra. Þá verður farið yfir helstu tilraunir borgaralauna í heiminum sem og þingsályktunartillögu Pírata um skilyrta grunnframfærslu. Grunnneysluviðmið Íslendinga verða skoðuð en dæmigert viðmið á að endurspegla og gefa heildstæða mynd af útgjöldum íslenskra heimila. Borgaralaun eru afar dýr í rekstri enda þurfa þau að vera það há að þau samsvari grunnþörfum einstaklinga. Farið verður yfir þá valmöguleika til tekjuöflunar fyrir ríkið en þá ber helst að nefna auðlindagjöld, niðurskurð í ríkisrekstri og hækkun skatta. Mikil óvissa er varðandi tækniþróun í framtíðinni en gervigreindin mun að öllum líkindum taka yfir stóran hluta starfa í heiminum. Skoðuð verða helstu viðbrögð stjórnvalda við aukinni gervigreind og hvaða úrræði þau hafa. Að lokum verður athugað hvort að borgaralaun þyki vænlegri kostur á Íslandi en núverandi velferðarkerfi.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Borgaralaun - lokaritgerð.pdf | 1,01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Skemman_yfirlysing.pdf | 447,49 kB | Lokaður | Yfirlýsing |