is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26514

Titill: 
  • Atferlisfjármál: Gætir janúaráhrifa á íslenskum hlutabréfamarkaði?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Atferlisfjármál er fræðigrein þar sem skoðuð er hegðun fjárfesta út frá öðru sjónarhorni en hefðbundin fjármál gera grein fyrir. Lögð er áhersla á sálræna þætti sem geta haft áhrif á fjárfestingaákvarðanir einstaklinga og geta leitt þá í ógöngur á fjármálamarkaði.
    Í þessari ritgerð verður farið yfir helstu viðfangsefni atferlisfjármálanna; fjallað um væntingakenninguna (e. prospect theory), sem snýr að því hvernig fjárfestar taka ákvarðanir við ákveðnar aðstæður sem fela í sér áhættu og hvernig virðismat þeirra í hagnaði og tapi orkar á áhættutöku þeirra. Þá er lagt fram yfirlit yfr nokkrar af helstu bjögunum sem hafa áhrif á ákvarðanir fjárfesta en þær eru sálfræðilegar villur sem geta verið eðlislægar í hegðun einstaklinga og haft neikvæð áhrif á eignasafn þeirra jafnt sem fjármálamarkaðinn í heild. Í framhaldi af því verða skoðaðar bestu leiðir til að losna við slíkar bjaganir. Síðan verður lítillega fjallað um taugafjármál (e. neurofinance) vegna mikilla líkinda við atferlisfjármál en þar er skoðað hvernig heilastarfsemin virkar við ákvörðunartöku fjárfesta. Þá er fjallað um svokölluð janúaráhrif (e. January effect), en þar er átt við óvenjulega umframávöxtun sem virðist skapast í janúar ár hvert. Að því loknu verður gerð rannsókn á hvort janúaráhrifa gætti á íslenskum hlutabréfamarkað á tímabilinu 2011-2015. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru ekki afgerandi sem skýrist af skorti á aðgengi gagna yfir lengri tíma. Þó má draga ályktanir út frá henni sem fela í sér vísbendingar um að janúaráhrifa gæti hér á landi þó veik séu.

Samþykkt: 
  • 9.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26514


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Atferlisfjármál-lokaskjal.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skil.pdf304.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF