Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26515
Tilgangur þessarar rannsóknar er að rýna aðalnámskrá leikskóla 2011 sem gefnin er út af mennta- og menningarmálaráðuneyti. Megin rannsóknarspurningin er hvernig aðalnámskrá leikskóla 2011 er beitt sem stjórntæki ráðuneytisins. Hvaða augum líta leikskólastjórar hana og hvernig birtist hún í skólanámskrám einstakra leikskóla? Rannsóknin er eigindleg og byggir á einstaklingsviðtölum við leikskólastjóra og skoðun skólanámskráa. Þarna vakna spurningar um hvers konar stjórntæki aðalnámskrá leikskóla og hvort hún er það stjórntæki sem henni er ætlað að vera? Þetta viðfangsefni verður skoðað út frá hugmyndum Lester M. Salamon um stjórntæki stjórnvalda. Með rannsókninni er ljósi varpað á það sem betur mætti fara til að tryggja að aðalnámskrá leikskóla 2011 verði það stjórntæki sem henni er ætlað að vera.
Rannsóknin sýnir að stjórnunarmöguleikar mennta- og menningarmálaráðuneytis með stjórntækinu aðalnámskrá leikskóla 2011 virðast ekki eins miklir og ætla mætti sé haft í huga að hún er ígildi reglugerðar. Leikskólastjórar kalla eftir meiri stuðningi og upplýsingum í upphafi innleiðingarferils. Fjórðungur þeirra skólanámskráa sem skoðaðar voru endurspegla ekki inntak aðalnámskrár leikskóla 2011. Rannsóknin gefur þannig vísbendingar um að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefði með beinum afskiptum í innleiðingarferlinu getað aukið áhrif aðalnámskrár leikskóla á leikskólastarf í landinu og áhrif hennar á jöfnuð í námi leikskólabarna. Ráðuneytið hefði getað nýtt sér tengslanet stjórnvalda til að fá fleiri aðila til samtarfs í innleiðingarferlinu, svo sem sérfræðinga í leikskólafræðum og sveitarfélög.
The main purpose of this research was to evaluate the National Curriculum Guide 2011 (NCG) for preschools which was issued by the Ministry of Education, Science and Culture, with the aim to assess how the guide is being used as a Tool of Government by the Ministry. How do preschool headteachers view the NCG, and how is it made visible in the curricula of individual institutions? This is a qualitative study based on the one hand on individual interviews with preschool headteachers and on the other on the critical review of institutional curricula. It raises the question of the nature of the NCG as an implementation tool, and what its purpose is meant to be. The research is based around the theories of Lester M Salamon on the Tools of Government, and aims to illustrate how the guide´s implementation could be improved so that it better serves its intended purpose.
The results reveal that the given that the NCG is a National Regulation equivalent it does not serve well as a Ministerial Tool of Government. Preschool head teachers are calling for greater support and guidance in the early stages of its adoption. A quarter of the institutional curricula reviewed did not reflect the emphases of the NCG. Thus the results indicates that the Ministry of Ecucation, Science and Culture could have improved the effect of the NCG through more direct intervention in its implementation, and in that way increased the parity of preschool children nationally. The Ministry could also have made more effective use of its governance networks to get more stakeholders involved in its implementation, such as primary education experts and local governments.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
yfirlýsing um meðferð.pdf | 364,44 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Björk Óttarsdóttir-leiðrétt.pdf | 749,75 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |