is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26519

Titill: 
 • Karlmennska meðal íslenskra sjómanna í Vestur-Afríku
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á undanförnum tveim áratugum hafa Íslendingar stundað fiskveiðar fyrir utan ströndum Vestur-Afríku. Þar hafa bæði íslenskar útgerðir sem og íslenskir sjómenn unnið. Íslenskar útgerðir hafa safnað gríðarlegum auði frá því að kvótakerfi var sett á árið 1984 og með frjálsari sölu á aflaheimildum eftir nýja löggjöf árið 1990 jókst auður útgerðanna til muna. Í kjölfarið fóru íslensk útgerðarfyrirtæki að kaupa upp erlend fyrirtæki sem störfuðu innan sama geira. Í breyttu pólitísku og efnahagslegu landslagi nýfrjálshyggjunnar var einkavæðing ríkjandi stefna frá tíunda áratugnum og fram að efnahagshruni árið 2008. Þessi þensla útgerðarfyrirtækjanna átti eftir að rata til Vestur-Afríku og birtast okkur í þeim umdeildu veiðum sem þar hafa verið stundaðar síðustu tvo áratugi. Á sama tíma hefur aukin hnattvæðing haft áhrif á það ferli sem útrásin var.
  Ritgerð þessi leitast við að skoða þessar veiðar með sjónarhorni mannfræðilegra kenninga um karlmennsku, hnattvæðingu og eftirlenduhyggju. Kenningar um ríkjandi karlmennsku hafa verið vinsælar allt síðan Connell (2000) setti þær fram á tíunda áratug síðustu aldar og er þessi ritgerð að mörgu leyti framlag til þeirra hugmynda. Sjávarútvegur er atvinnugrein sem lengi hefur verið talin karllægur vettvangur, en það sama má segja um fjármálageirann og útrásina, en fiskveiðar Íslendinga á erlendum vettvangi sameina að mörgu leyti þessa þætti. Markmið ritgerðarinnar er því að fá innsýn í veiðarnar í hnattrænu ljósi og skoða á hverju íslenskir sjómenn á erlendum vettvangi byggja upp karlmennsku sína.
  Rannsóknin byggir á aðferðafræði mannfræðinnar, etnógrafíunni. Etnógrafía felur í sér eigindlegar rannsóknaraðferðir en vettvangskannanir og viðtöl eru jafnan undirstaða gagnasöfnunar og var sú leið farin í þessari rannsókn. Farið var á vettvang, þar sem dvalist var í átta vikur, tekin voru sjö hálf-stöðluð viðtöl við íslenska sjómenn sem unnið hafa í Vestur-Afríku, auk þess voru tvö önnur viðtöl tekin á Íslandi. Vettvangsathugun getur að mörgu leyti dýpkað sýn rannsakanda þar sem hann fær andrúmsloft vettvangsins frá fyrstu hendi þar sem rannsakandinn kemst í snertingu við tákn og annað sem erfitt er að fanga með öðrum rannsóknaraðferðum.
  Niðurstöður þessarar rannsóknar voru þær að íslenskir sjómenn halda á fjarlægan vettvang með ákveðnar hugmyndir um karlmennsku sína sem hafa mótast í gegnum þá félagsmótun sem þeir hafa fengið heima á Íslandi. Félagsmótunin á sér meðal annars rætur í rótgrónum hugmyndum Íslendinga um hvað er að vera sannur Íslendingur, sem sækir meðal annars áhrif í sögulega arfleið Íslands. Félagsmótun þessi rímar ekki við þann nýja veruleika sem sjómennirnir starfa við í Vestur-Afríku, enda er félagsmótun með sérstöku sniði á hverjum stað fyrir sig. Sem viðbragð við því taka þeir upp á því að framandgera heimamenn til að upphefja karlmennsku sína.

 • Útdráttur er á ensku

  During the last two decades heavily industrialized fisheries have been taking place along the coast of West Africa which Icelanders have taken great part in. Since the quota system was established back in 1984 the quota holders and the fish operators have collected great wealth, and that wealth expanded tremendously with quotas being more easily transferable with new legislation in 1990. Shortly after that, Icelandic fishing operators began to buy foreign companies within the same sector in the new neoliberal socio-economic world. Neoliberalism had been on the rise at the same time the quota system was established and had stimulated privatization. This expansion of Icelandic fishing operators eventually led to the fisheries taking place in West Africa. At the same time, globalization was shaping the economic landscape to a point of no return and was going to have a great influence on the Icelandic expansion.
  The thesis is based on anthropological theories of hegemonic masculinity, globalization and post-colonialism. Theories of hegemonic masculinity have been a prevailing force within gender studies since Connell (2000) formulated them more than twenty years ago. This thesis is to some extend a contribution to these ideas. Fisheries, as a sector, have been known for their masculine identities, and the same thing can be said about the financial sector. The Icelandic fisheries that have taken place in the waters alongside the coast of West Africa do in many ways inherit both of these masculine identities. The thesis main objective is to inspect and shed light on the masculine identities of the Icelandic fishermen in West Africa, how they inherit and portray them.
  The methods of this research are based on the ethnographic methodology of anthropology. Ethnography consists of qualitative methods, where observation and interviews are the main source of gathering data. Those methods formed the basis of this research. Fieldwork was conducted for an eight week period during March and April 2015. Nine in-depth interviews were taken with Icelandic fishermen. Seven of them were taken in West Africa and two in Iceland. When framing the list of questions, semi-structured interviews were the best approach for this task. Observational work on the field further helped to get a first hand experience and a deeper understanding of the field’s atmosphere.
  The Icelandic fishermen find themselves in a new and unknown environment. With them they bring their own ideas of masculinity which they have formed throughout their socialization within Icelandic fisheries. These ideas have partly been formed by deeply rooted ideas of what it means to be a “true Icelander”. These ideas have in turn been shaped by Icelandic history. This socialization does not fit with their new reality in West-Africa. Hence, the Icelandic fishermen turn to othering the local fishermen as a way to enhance their own masculinity.

Samþykkt: 
 • 9.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26519


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karl Fannar MA ritgerð sniðmát PDF.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing undirrituð.pdf48.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF