is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26524

Titill: 
  • Að borða til að tilheyra: Tengsl sjálfumleika hópa og matar í mannfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sjálfumleiki er mikilvægt tól til þess að sameina fólk í hópa og matur er verkfæri sem hentar til þess. Í þessari ritgerð er skoðað hvernig matur getur miðlað sjálfumleika og textar úr mannfræðinni nýttir til athugunar á þessu. Hugmyndin um aðgreiningu, sem kemur frá Mary Douglas, er sérstaklega höfð til hliðsjónar en aðgreining er nauðsynleg til þess að hægt sé að skapa hugmynd um einsleitan hóp af fólki og þar með þess kyns sjálfumleika. Atvikin þar sem við sjáum sjálfumleika bregða fyrir í gegnum mat eru matar- og sjálfumleikapólitík en hana sjáum við á öllum sviðum samfélagsins – allt frá hinum smæstu, eins og fjölskyldulífinu, upp í hin stærstu sem ná út fyrir landfræðileg mörk. Allt spilar þetta saman og ýmis tilfelli sem virðast í fyrstu vera hversdagsleg og merkingarsnauð reynast eiga sér dýpri rætur í sjálfumleika einstaklinga og hópa. Dæmi finnast sem varða allt frá tengslum móður og sonar til aðgreiningar trúarhópa þar sem matur spilar sem sameiningarafl í vef mannlegra samskipta.

Samþykkt: 
  • 9.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26524


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meðferð lokaverkefna.jpg441.37 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Að borða til að tilheyra.pdf564.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna