is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26526

Titill: 
  • Birtingarmynd loftslagsbreytinga í norðurslóðastefnum ríkja og alþjóðastofnana
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Loftslagsbreytingar hafa í auknum mæli gert vart við sig á norðurslóðum síðastliðna áratugi. Í dag er talið að áhrif loftslagsbreytingar og hraði þeirra sé tvöfaldur á norðurslóðum á við aðra staði í heiminum. Í þessari heimildaritgerð er farið yfir norðurslóðastefnur sex ríkja Norðurskautsráðsins og Evrópusambandsins með sjónarmiði loftlagsbreytinga að leiðarljósi. Stefnur Bandaríkjanna, Kanada, Íslands, Noregs, Rússlands, danska konungsveldisins og Evrópusambandsins eru teknar fyrir og birtingarmynd loftslagsbreytinga og umhverfismála metnar og miðaðar við önnur forgangsatriði stefnanna. Jafnframt er farið yfir aðgerðir Sameinuðu þjóðanna varðandi umhverfisvernd og loftslagsbreytingar til samanburðar. Þrátt fyrir að ríki norðurslóða hafi ýmis önnur málefni til að huga að en loftslagsbreytingar þegar kemur að norðurslóðum virðast raunhyggja og stofnanahyggja ráða stefnum landsins þar sem hagsmunamat, fullveldismál og öryggissjónarmið fara fremst í flokki. Alþjóðastofnanirnar tvær einbeita sér aftur á móti frekar að sameiginlegum vandamálum heimsins, sérstaklega hvað varðar umhverfismál, og einbeita sér síður að eigin hagsmunum.

Samþykkt: 
  • 9.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bryndís Samúelsdóttir.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing MA ritgerð.pdf159.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF