is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2653

Titill: 
  • Þekkingartap við starfslok lykilstarfsmanna í þekkingarfyrirtækjum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hæfileiki skipulagsheilda til að afla sér þekkingar og nýta hana á skilvirkan hátt skilur á milli feigs og ófeigs í samkeppnisumhverfi. Þegar þær missa lykilstarfsmann hverfur með honum dýrmæt þekking sem hefur áhrif á starfsemi og afkomu
    skipulagsheildarinnar. Rannsóknir á þekkingartapi eru þrátt fyrir það akmarkaðar.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna þekkingartap hjá tveimur íslenskum
    þekkingarfyrirtækjum og skoða hvaða aðferðum þau beita til að lágmarka tapið.
    Áhersla var lögð á að skoða annars vegar áhrif þess að missa frá sér lykilstarfsmann
    með mikla þekkingu og hins vegar að skoða aðferðir sem stjórnendur beita til að halda mikilvægri þekkingu og koma í veg fyrir að hún tapist.
    Rannsóknaraðferðin var eigindleg raundæmisrannsókn. Tvö þekkingarfyrirtæki á sviði upplýsingatækni og endurskoðunar/ráðgjafar voru skoðuð. Niðurstöðurnar sýndu að áhrifin voru m.a. aukið álag á starfsmenn, lausnir verkefna gengu ver og voru tímafrekari, tengsl við viðskiptavini og birgja löskuðust, aukin hætta var á að fleiri létu af störfum og kostnaður jókst. Tækifæri til breytinga sköpuðust hins vegar. Til að halda í mikilvæga þekkingu lögðu fyrirtækin áherslu á annars vegar menningu sína sem þekkingarfyrirtækis og hins vegar þekkingarmiðlun með því að efla félagsleg
    tengsl milli starfsmanna og þróa kerfi sem hvetja til aukinna samskipta þeirra.

Samþykkt: 
  • 15.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2653


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokautgx_fixed.pdf3.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna