is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26532

Titill: 
 • Mat á pólitískri áhættu. Rannsókn meðal sjóðstjóra sem fjárfesta á nýmörkuðum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að rannsaka hvernig sjóðstjórar sem fjárfesta á nýmörkuðum skilgreina, meta og takmarka pólitíska áhættu og hvaða áhrif hún hefur á fjárfestingaákvarðanir þeirra. Telja sjóðstjórar að pólitísk áhætta hafi aukist eða minnkað á undanförnum árum og hvort þeir telji að skilvirkni markaða og mat á pólitískri áhættu sé sambærilegt fyrir nýmarkaði og þróaða markaði.
  Ekki er til einhlít skilgreining á hugtakinu pólitísk áhætta. Skilningur á hugtakinu hefur þróast í tímans rás og segja má að hann endurspegli þau álitaefni sem uppi eru á hverjum tíma. Skilgreiningin á pólitískri áhættu sem notuð er í ritgerðinni er óæskilegt inngrip ríkisvalds, pólitískir atburðir sem hafa áhrif á starfsemi alþjóðafyrirtækja og rof í starfsumhverfi fyrirtækja vegna breytinga í valdakerfi lands og áhrif þess á hagnað þeirra.
  Rannsóknin er eigindleg og byggir á viðtölum við sjö sjóðstjóra og einn hagfræðing sem starfa hjá alþjóðlegum verðbréfafyrirtækjum. Fæstir þeirra höfðu velt fyrir sér skilgreiningu á hugtakinu pólitísk áhætta þótt þeir væru mjög meðvitaðir um þessa áhættu. Rannsóknin leiddi í ljós að viðmælendur meta almennt ekki pólitíska áhættu sérstaklega heldur blandast greiningin inn í annað áhættumat. Þeir verðleggja því pólitíska áhættu ekki sérstaklega en hún hefur hins vegar töluverð áhrif á fjárfestingaákvarðanir viðmælenda sem almennt forðast að fjárfesta á tilteknu svæði þegar áhættan verður of mikil. Viðmælendur virðast forðast Rússland sérstaklega sem og ýmis lönd Suður-Ameríku vegna stjórnarhátta og spillingar og tregða er til að fara aftur inn á þessa markaði þó sumir þeirra sjái tækifæri til að koma aftur inn á markaðinn á lægra verði.
  Ennfremur leiddi rannsóknin í ljós að þrátt fyrir að pólitísk áhætta sé mismunandi milli nýmarkaðsríkja töldu viðmælendur þróunina vera þá að almennt dragi saman með þróuðum mörkuðum og nýmörkuðum. Víða á nýmörkuðum dregur, að mati sjóðstjóra, úr pólitískri áhættu vegna aukinnar skilvirkni þó spilling sé enn mikið vandamál. Á sama tíma sé pólitísk áhætta að aukast á þróuðum mörkuðum og nefndu viðmælendur m.a. uppgang þjóðernissinna, Brexit og áhrif þess á Evrópusambandið, mikil inngrip seðlabanka Vesturlanda á eignamarkaði og mikla skuldsetningu ýmissa vestrænna ríkja.

Samþykkt: 
 • 9.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26532


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mat á pólitískri áhættu - Rannsókn meðal sjóðstjóra sem fjárfesta á nýmörkuðum.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna sem varðveitt eru í Landsbókasafni Íslands.pdf48.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF