is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26535

Titill: 
  • Skjaldborg staðin um auð vorra þjóðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Segja má að menningararfleið Íslendinga sé einna helst að finna í sögum og hefðum þjóðarinnar. Þökk sé þessari menningararfleið hefur skapast sterkt þjóðareinkenni sem tekist hefur að sameina þjóðina með stolti og á sama tíma sundrað henni með mótun sterkrar þjóðernishyggju. Þessi hugmyndafræði tók á flug þegar Ísland öðlaðist sjálfstæði árið 1944 eftir að hafa setið undir stjórn Danmörku í rúma öld. Þetta nýkomna frelsi gaf þjóðinni tækifæri til að endurskoða liðna tíma, horfa til framtíðar og móta nýja sjálfsmynd. Í gegnum árin hefur íslensk þjóðernishyggja orðið sýnilegri með áhrifum hnattvæðingar, en hnattvæðingin hefur skapað ákveðinn grundvöll fyrir starfsemi ólíkra menningarhópa þvert á landamæri. Það hefur meðal annars leitt til þess að flæði fólks og hugmynda til Íslands hefur færst í aukana og út frá því hefur skapast umræða í íslensku samfélagi að vernda þurfi íslenska menningu gagnvart þessum lítið þekktum menningarheimum. Það í framhaldi hefur alið af sér ótta og ýtt undir þjóðernishyggju margra Íslendinga og er eitt af því sem einkennir íslenskan veruleika í samtímanum. Í eftirfarandi ritgerð verður fjallað enn frekar um íslenska þjóðríkið og gert grein fyrir íslenskri þjóðernishyggju út frá mannfræðilegu sjónarhorni.

Samþykkt: 
  • 9.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26535


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF Skjaldborg staðin um auð vorra þjóðar.pdf375.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yifrlýsing um meðferð lokaverkefna.jpg1.73 MBLokaðurYfirlýsingJPG