en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/26536

Title: 
  • Title is in Icelandic Vöxtur fiskeldisframleiðslu á Íslandi, Noregi, Skotlandi og Færeyjum
  • Growth of fishfarming production in Iceland, Norway, Scotland and Faroe Islands
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þróun fiskeldisframleiðslu í nágrannalöndum Íslands hefur aukist hratt frá 1980 til dagsins í dag. Framleiðslan á Íslandi hefur hins vegar farið heldur hægt af stað, til dæmis var framleiðsla Færeyinga árið 2014 sexfalt hærri en á Íslandi.
    Viðfangsefni þessa lokaverkefnis er að gera grein fyrir þróun og vexti fiskeldis-framleiðslu á Íslandi, Noregi, Skotlandi og Færeyjum frá 1980 til dagsins í dag. Megináherslan verður þó á þorska- og laxeldi. Gerður verður samanburður á löndunum en helsti samanburðurinn felst í því hvort það eru náttúrulegar, tæknilegar eða markaðslegar forsendur sem skilja að þróunina og stöðuna í löndunum.
    Niðurstöður verkefnisins gefa til kynna að sjávarhiti við Ísland sé lægri en í samanburðarlöndunum. Minna er því um sjúkdóma og lýs við strendur Íslands. Fiskurinn vex aftur á móti hægar við kalt hitastig, þar á meðal laxinn og því hefur þróunin orðið sú að þorskurinn þrífst betur við umhverfisaðstæður á Íslandi en laxinn. Gæðamál landanna, þá sérstaklega í Noregi og Skotlandi standa mun framar en á Íslandi. Skotland hefur unnið til veglegra verðlauna sem hafa tryggt skoska laxinum ákveðna yfirburði. Framsýni Norðmanna með því að kynna laxeldisvöru sína sem heimsins besta lax skilaði þeim arði en í dag er norskur lax þekktur sem gæðavara. Í ritgerðinni kemur fram að Noregur stendur framarlega í tækniþróun og rannsóknum. Færeyingar, sem eru lítil þjóð hafa ekki verið langt á eftir Norðmönnum í þróun á fiskeldi í seinni tíð þar sem færeyskir fiskeldisframleiðendur nýttu sér þekkingu Noregs varðandi lyf og rannsóknir og innleiddu þekkinguna til Færeyja.

Accepted: 
  • Jan 9, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26536


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir BS.pdf1,07 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing.jpg65,5 kBLockedYfirlýsingJPG