Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26538
Próteinin Pontin og Reptin eru af AAA+ próteinfjölskyldunni og hafa fjölþætta virkni. Próteinin taka þátt í mörgum af mikilvægustu ferlum frumunnar eins og t.d. stjórn á umritun, samsetningu á próteinflókum, litnisumbreytingum, skynjun á DNA skemmdum og hlutverk í DNA viðgerðarferlum. Við rannsóknir á hlutverkum próteina hafa fjölmargar aðferðir til að stjórna genatjáningu verið þróaðar í ávaxtaflugunni (Drosophila melanogaster). Það ásamt mörgum öðrum þáttum gera hana að kjörinni tilraunalífveru í rannsóknum tengdum starfsemi gena og virkni próteinafurða. Starfsemi Pontin og Reptin í taugamyndun hefur ekki verið mikið rannsökuð. Í þessari rannsókn var leitast við að skilgreina hlutverk Pontin og Reptin í þroskun skyntauga í ávaxtaflugulirfum. Var það gert með samanburðarrannsókn á bælingarstofnum og með uppsetningu svokallaðs MARCM-stofns til frekari rannsókna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rannsóknarverkefni_HákonBjörn.pdf | 157.88 MB | Lokaður til...06.01.2025 | Heildartexti | ||
Yfirlysing_HakonBjorn.pdf | 109.63 kB | Lokaður | Yfirlýsing |