is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26539

Titill: 
  • Breytingar á rekstrarumhverfi bílaleiga á Íslandi síðasta áratuginn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um þær breytingar sem hafa orðið á rekstrarumhverfi bílaleiga á Íslandi síðasta áratug. Umhverfið var greint með PESTEL-greiningu og sérhver þáttur skoðaður og raundæmi tekin úr rekstri Bílaleigu Akureyrar. Upplýsingar um rekstur Bílaleigu Akureyrar komu frá framkvæmda- og aðstoðarframkvæmdastjórum fyrirtækisins. Í ljós kom að töluverðar breytingar hafa orðið í lagalegu, félagslegu og efnahagslegu umhverfi bílaleiga frá árinu 2006 og fram til dagsins í dag. Ný lög um rekstur bílaleiga voru sett árið 2015 ásamt því að lög um vörugjöld hafa tekið töluverðum breytingum. Jafnframt er stefna stjórnvalda að afnema þá niðurfellingu vörugjalda sem bílaleigur njóta innan fárra ára. Markaðurinn hefur stækkað gríðarlega með auknum fjölda ferðamanna og rúmlega 100 aðilar hafa bæst á bílaleigumarkaðinn síðasta áratuginn. Sá efnahagsþáttur sem hefur hvað mest áhrif á starfsemi bílaleiga er raungengi krónunnar. Með hækkandi gengi getur rekstur orðið erfiður ásamt því að skattheimta eykst með lægri niðurfellingu vörugjalda. Umhverfisvitund virðist vera til staðar á bílaleigumarkaði en ýmsir þættir koma í veg fyrir aukna nýtingu umhverfisvænna bíla. Náttúruhamfarir eins og eldgos geta breytt rekstrarumhverfi snögglega og mikilvægt að bílaleigur geti brugðist við slíkum atburðum. Tækniþróun hefur ekki mikil áhrif á bílaleigurekstur svo lítil áhersla var lögð á þann þátt PESTEL-greiningarinnar. Raunin er sú að haldi ferðamannafjöldi áfram að aukast til landsins og ekkert bakslag komi í ferðaþjónustu er engin ástæða til að halda annað en að markaðurinn muni halda áfram að stækka, þó líklega með minni afkomu en áður.

Samþykkt: 
  • 9.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing..pdf3.34 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Breytingar á rekstrarumhverfi bílaleiga á Íslandi síðasta áratuginn.pdf1.08 MBLokaður til...01.01.2117HeildartextiPDF