is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2654

Titill: 
 • HVER gerði HVAÐ fyrir HVERN: Umfjöllun um stöðu spurnarliða og spurnarfærslu í amerísku táknmáli (ASL)
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknir á hv-spurningum í amerísku táknmáli (ASL) hafa vakið mikla athygli og
  verið allmikið rannsakaðar. Ástæðan fyrir því að rannsakendur hafa áhuga á því að
  skoða slíkar spurningar er sú að hægt er að spyrja slíkra spurninga á mjög ólíka vegu en
  fjölbreytileikinn felst í stöðu spurnarliðarins innan setningarinnar. Vegna þess hversu
  fjölbreyttar þær eru hafa ekki allir fræðimenn verið á eitt sammála um það hvernig beri
  að greina slíkar setningar út frá setningafræðilegu sjónarhorni.
  Í ASL hafa því komið fram tvær kenningar um það hvernig skuli greina slíkar
  setningar, annars vegar svokölluð vinstri kenning og hins vegar svokölluð hægri
  kenning. Skv. bæði vinstri og hægri kenningunni þurfa spurnarliðir í ASL ekki að
  færast, þ.e. þeir geta birst á staðnum sem þeir koma fyrir í djúpgerð, en þeir geta færst
  og lendingarstaður þeirra er þá ákvæðisliður tengiliðar (TL), eins og í raddmálum. Það
  sem aðgreinir kenningarinnar er hver staða þessa ákvæðisliðar er en skv. vinstri
  kenningunni er ákvæðisliður TL til vinstri, eins og í flestum raddmálum, sbr. íslensku
  og ensku, og skv. hægri kenningunni er hann til hægri. Kenningarnar virðast standa
  mjög föstum fótum hvor fyrir sig enda að mörgu leyti byggðar upp af mismunandi
  gögnum, þ.e. þeir málhafar sem fræðimenn hvorrar kenningar fyrir sig rættu við eru
  ekki sammála um hvað sé tækt og hvað ótækt. Það eru margar setningar sem hvor
  kenning hefur fyrir sig sem virðast benda til þess að um þessa kenningu sé að ræða en
  ekki hina, það er að segja t.d. eru skv. vinstri kenningunni sumar setningar algjörlega
  tækar sem virðast benda til þess að ákvæðisliðurinn verði að vera til vinstri og öfugt.
  Slíkar rannsóknir eru ekki til á íslensku táknmáli (ÍTM) og áður en hægt er að
  hefja slíkar rannsóknir er mjög gagnlegt að skoða það sem rannsakað hefur verið í
  öðrum táknmálum. Með því að skoða hvað þessar kenningar hafa fram að færa
  vöknuðu spurningar um hverju sé hentugast að leita eftir og hvað þurfi að skoða alveg
  sérstaklega þegar ráðist verður í slíkar rannsóknir á ÍTM.

Samþykkt: 
 • 15.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2654


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
elisa_fixed.pdf399.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna