Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26540
Afbrot fá yfirleitt á stig stimpil hið illa en skilgreining á afbrotum og afbrotahegðun er breytileg, háð túlkun, merkingu, aðstæðum og hugsmunum þar sem samfélög eru í sífelldri þróun, yfirleitt til hins betra. Ekkert eitt svar heldur utan um af hverju fólk fremur afbrot þar sem það er oft samspil margra þátta en þeir geta m.a. verið líffræðilegir, sálfræðilegir eða félagslegir. Sökum margvíslegra ástæðna afbrotahegðunar verða skoðaðar tæplega fimmtíu rannsóknir og kenningar til þess að öðlast betri skilning á hugarheimi afbrotamanna. Félagslegar aðstæður á borð við efnahagslega erfiðleika, skortur á trausti og taumhaldi til stofnana og foreldra eru m.a. þeir þættir sem vega þungt í útskýringum afbrota. Aldur og kyn hafa líka nokkuð um málið að segja en karlmenn á aldrinum 15-30 ára eru líklegastir til þess að fremja afbrot en eftir þann tíma dregst úr afbrotum sökum fleiri ábyrgðahlutverka og taumhalds. Þó að afbrotahegðun sem slík sé vandamál einstaklinga á hún það sameiginlegt með allri hegðun að hún á sér stað í félagslegu samhengi. Til að skilja fjölbreytta hegðun einstaklinga í mismunandi aðstæðum er gríðarlega mikilvægt að skoða ólík sjónarhorn til þess að skilja og vita hvernig skuli bregðast við hinum samfélagslega vanda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ástæður afbrotahegðunar.pdf | 691,01 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Scannable Document on 9 Jan 2017, 15_11_47-1.png | 243,46 kB | Lokaður | Yfirlýsing | PNG |