is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26545

Titill: 
  • Útsendir starfsmenn: Félagsleg undirboð og staðan á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrir tilstilli alþjóðavæðingar hefur samkeppni fyrirtækja líklega aldrei verið meiri. Þetta hefur haft vissa kosti í för með sér en líka ókosti. Einn helsti ókosturinn er sá að fyrirtæki gera hvað þau geta til að lækka framleiðslukostnað sinn á sama tíma og þau reyna að auka framleiðni sína. Í þessu skyni hafa sum þeirra gripið til þess ráðs að nýta sér ódýrt vinnuafl til að fá sem hagkvæmasta útkomu á skilvirkan og ódýran hátt. Ein leið sem fyrirtæki hafa farið er að nota starfsmannaleigur og útsenda starfsmenn til að fá til sín ódýrara vinnuafl, en bæði í Evrópu og hér á Íslandi hefur starfsmannaleigum og útsendum starfsmönnum fjölgað til muna. Í sjálfu sér er hugmyndin um það að notast við útsenda starfsmenn ekki svo slæm, en þá þarf líka að fara eftir settum reglum varðandi skráningu þeirra. Það er hins vegar margt sem bendir til að svo sé ekki og í raun má segja að það sé samasem merki á milli félagslegra undirboða og útsendra starfsmanna. Í þessari ritgerð er annars vegar litið á stöðu útsendra starfsmanna hér á landi og hins vegar verður sú þróun sem hefur átt sér stað í átt að félagslegum undirboðum skoðuð. Þar sem lítið er til af skráðum gögnum um útsenda starfsmenn og möguleg félagsleg undirboð hér landi var fenginn aðgangur að viðtölum sem voru tekin vorið 2016 við fulltrúa á sviði atvinnulífsins og stjórnvalda og þau greind. Markmiðið var að fá skýrari mynd af stöðu málaflokksins á Íslandi. Niðurstöður sýna að það er ríkur vilji til að bæta kaup og kjör útsendra starfsmanna en erfitt er að halda utan um skráningu þeirra á Íslandi, einkum vegna þess að fyrirtæki sem nýta sér þennan kost fara ekki eftir þeim lögum og reglum sem til staðar eru. Aukinn flóttamannastraumur til Evrópu og meðal annars til Íslands vekur upp spurningar um hvort gera megi ráð fyrir auknum félagslegum undirboðum. Þetta veldur því að aðstæður eru einfaldlega orðnar þannig að félagsleg undirboð verður að rannsaka betur og finna úrbætur þar á svo félagsleg tækifæri einstaklinga skerðist ekki enn frekar, til dæmis með auknu mansali og nauðungarvinnu.

Samþykkt: 
  • 9.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26545


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerd_Utsendir_starfsmenn.pdf384.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf13.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF