is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26549

Titill: 
  • Hvað eru hryðjuverk og hver hefur valdið til að skilgreina?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hnattvæðing hefur verið áberandi og vaxandi fyrirbæri á 20. og 21. öldinni. Sama má segja um fyrirbærið hryðjuverk en þessi tvö fyrirbæri eru nátengd. Segja má að hryðjuverk séu ein af afleiðingum hnattvæðingarinnar og þeirrar miklu þjóðernishyggju sem henni fylgir. Hryðjuverk hafa að miklu leyti verið tengd við íslam og múslíma í gegnum tíðina en eru það ranghugmyndir sem fólk hefur þróað með sér út frá staðalímyndum sem byggðar eru á fjölmiðla umfjöllun um hryðjuverk og múslima. Stjórnvöld hafa mikil áhrif á fjölmiðla umfjöllun og þar með á hugmyndir almennings um hryðjuverk. Ákveðin ríki, eins og Bandaríkin, Ísrael og ríki Vestur-Evrópu, hafa síðan mikil völd þegar kemur að hnattvæðingunni og að ákveða hvaða hugmyndir hnattvæðast. Hvort aðgerð sé flokkuð sem hryðjuverk eða ekki fer því mikið eftir því hver hefur valdið til að skilgreina hvað séu hryðjuverk og hvað ekki. Í gegnum tíðina hefur langminnsti hluti hryðjuverka verið tengdur íslam og er það þannig að hryðjuverk eru fyrst og fremst pólitísk. Hryðjuverk tengd íslam hafa þó aukist núna á 21. öldinni og má geta sér til um hvort það sé vegna þeirra áhrifa sem staðalímyndir samfélagsins á múslímum hefur á uppbyggingu sjálfsmyndar þeirra sem og vegna aukinna hernaðarlegra afskipti Vesturlanda í löndum múslíma. Í þessari ritgerð mun ég fjalla frekar um það hvernig hnattvæðing, þjóðernishyggja og hryðjuverk tengjast. Ég mun einnig fjalla um það hvernig hryðjuverk tengjast íslam og múslímum, bæði nú í seinni tíð og áður fyrr, og hvernig hryðjuverk tengjast sjálfsmynd einstaklinga af íslömskum uppruna. Fjallað verður um það hver hefur vald til að skilgreina hvað séu hryðjuverk og hvað ekki.

  • Útdráttur er á ensku

    Globalization has been prominent phenomenon during 20th and 21st century. The same can be said about terrorism, but these two phenomena are closely related. We can say that terrorism is one of the consequences of globalisation and a consequence of the strong nationalism that globalisation causes. In the past, as well, presently terrorism has too often been connected to Islam and Muslims by the public. These are delusions that are based on stereotyping about Muslims, portrayed by the media with their coverage about terrorism and Muslims. Western governments have very strong effect and power over media coverage and therefor public opinions at the same time. Certain countries, as for example the United States, Israel and Western-Europe also have more influence when it comes to globalization and to what ideas are globalized around the world. Whether an act is considered terrorism or not is therefor based on who has the power to define what terrorism is. Until just couple of years ago, terrorism has rarely been carried out by religious groups, terrorism has first and foremost been a political act. However, terrorist acts related to Islam have increased during the 21st century and perhaps due to the stereotyping of Muslims, it has possibly affected the way young Muslims build their identity in the Western part of the world. Terrorism acts related to Islam could possibly have increased because of increasing Western intervention within the Middle East. In this thesis, I will focus on how globalization, nationalism, and terrorism are interconnected. I will talk about how terrorism is related to Islam and Muslims, both presently and in the past, and how the young generation that identifies as Muslim is now connected to terrorism when seeking self- identification. My focus will also be on who has the power to define what action is considered terrorism and what is not.

Samþykkt: 
  • 10.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26549


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað eru hryðjuverk og hver hefur valdið til að skilgreina? 2.pdf547.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.PDF209.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF