is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26553

Titill: 
  • Samspil hryðjuverka og fjölmiðlaumfjöllunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ljóst er að hryðjuverk leiða til fjölmiðlaumfjöllunar, en ýtir umfjöllunin undir frekari hryðjuverk? Flestir hryðjuverkamenn þurfa áhorfendur, eins og fréttastöðvar, og notfæra sér fjölmiðla til að koma málstað sínum og voðaverkum á framfæri. Fólk hefur mismunandi skoðanir á því hvort og hvernig fjölmiðlar eigi að fjalla um hryðjuverk, en fréttir um þau varða okkur öll. Markmiðið með verkefninu er að skoða og fjalla um þessar ólíku skoðanir á samspili hryðjuverka og fjölmiðlaumfjöllunar. Niðurstöður nýlegu rannsóknarinnar Media and Terrorism styðja þá tilgátu að fjölmiðlaumfjöllun um hryðjuverk leiði til frekari hryðjuverka. Fjallað verður um það þegar bresk yfirvöld töldu sig hafa lausn á því með því að banna alla fjölmiðlaumfjöllun um hryðjuverk og þá sérstaklega voðaverk IRA samtakanna. Aðrir telja að fjölmiðlaumfjöllun eigi að vera frjáls í lýðræðislegum samfélögum. Fjallað verður um hvaða vandamál geta komið upp við fréttaflutning um hryðjuverk og hvernig fjölmiðlar geta haft áhrif á upplifun fólks með umfjöllun sinni um þau. Út frá þessum mismunandi sjónarhornum og umfjöllunum ætti áherslan mögulega frekar að vera sú hvernig fjölmiðlar eigi að fjalla um hryðjuverk en ekki hvort þeir eigi að fjalla um þau, þar sem ljóst er að hryðjuverk munu alltaf fá athygli frá almenningi og hryðjuverkamenn geta notað samfélagsmiðla í stað fjölmiðla.

Samþykkt: 
  • 10.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26553


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Verkefni_Lokautgafa (3).pdf634.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsida-BA-loka.pdf339.12 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.PDF220.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF