is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26554

Titill: 
  • Vanræksla barna og afleiðingar hennar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um vanrækslu barna. Gerð verður grein fyrir helstu skilgreiningum og flokkum vanrækslu samkvæmt flokkunarkerfi í Barnavernd á Íslandi. Þar að auki er umfang vanrækslu á Íslandi undanfarin ár gerð skil og kenningum sem snúa að þroska barna. Fjallað verður um helstu áhættuþætti og helstu langtímaafleiðingar fyrir einstaklinga. Þær spurningar sem leitað er svara við eru: Hefur vanræksla barna langtímaafleiðingar? Hefur vanræksla barna samfélagslegar afleiðingar? Er vanrækslu veitt nægilega mikil athygli af fræðasamfélaginu? Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að vanræksla barna getur haft ýmiss konar langtímaafleiðingar fyrir einstaklinga sem geta birst í hinum ýmsu líkamlegum, félagslegum, geðrænum og efnahagslegum vandkvæðum. Einnig sýna niðurstöður að samfélagið verður fyrir afleiðingum vegna vanrækslu barna sem kemur fram í beinum og óbeinum kostnaði. Auk þess sýna niðurstöður að fræðasamfélagið hefur ekki veitt vanrækslu nægilega mikla athygli. Fræðimenn hafa sjálfir bent á að vanræksla sé vanrækt ásamt því að skortur sé á rannsóknum sem kemur í veg fyrir að nægilega góð þekking fáist. Aðrar mikilvægar niðurstöður eru þær að vanræksla er algengasta form illrar meðferðar á börnum en talið er að hún sé jafnvel algengari en mælingar gefa til kynna. Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að ekki sé nógu mikil þekking á vanrækslu í samfélaginu. Þess vegna þarf að halda áfram að bæta við þekkingu innan málaflokksins ásamt því að fræða fólk úr öllum stéttum samfélagsins um vanrækslu og alvarleika hennar.

Samþykkt: 
  • 10.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26554


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vanræksla barna og afleiðingar hennar.pdf842.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf1.27 MBLokaðurYfirlýsingPDF